Fótbolti

Valur náði góðu jafntefli í Skotlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Arnþór
Valur stendur vel að vígi fyrir síðari viðureignina í rimmu sinni gegn Glasgow Celtic í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin skildu jöfn í Skotlandi í kvöld, 1-1.

Lisa Evans kom Skotunum yfir strax á 16. mínútu en heimamenn byrjuðu betur. Valsmönnum óx þó ásmegin eftir því sem leið á leikinn og átti Hólmfríður Magnúsdóttir til að mynda skot í slá áður en flautað var til leikhlés.

Það var því í takt við gang leiksins þegar að Laufey Ólafsdóttir jafnaði metin á 59. mínútu. Hún skoraði upp úr óbeinni aukaspyrnu sem Valur fékk í vítateig Glasgow Celtic.

Valur var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og náðu greinilega að þreyta heimamenn eftir því sem leið á leikinn. Þó var lítið um opin færi eftir mark Laufeyjar og því var 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×