Jarðhiti aukist mjög mikið undir Kötlu 6. september 2011 22:14 Myndúr safni Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, flaug yfir Kötlu í dag ásamt sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og fulltrúa frá Almannavörnum. Hann segir að greinileg aukning sé í jarðhita undir jöklinum og að Katla sýni nú ýmis merki sem túlka megi sem langtíma undanfara eldgoss. Hann segir að á síðustu vikum hafi myndast aftur ketill sem var horfinn og hafi ekki sést í nokkur ár. „Þar hefur jarðhiti tekið sig upp aftur þó ketillinn sé frekar grunnur ennþá en úr honum hefur vatn runnið niður í Múlakvísl," segir hann en áin hefur verið fremur vatnsmikil undanfarið. Magnús Tumi segir að aukning jarðhitans geti stafað af því að sprungur í berginu gliðni í sundur eða að kvika hafi náð inn í rætur jarðhitakerfisins. „Það er ekki ósennilegt að það sé að gerast í Kötlu; að það sé kvika hafi náð upp á lítið dýpi og valdi jarðhita. En magn kviku sem kann að hafa troðist inn í bergið er ekki mikið." Veruleg aukning hefur orðið í jarðskjálftavirkni á svæðinu í sumar og merki eru um útþenslu á litlu dýpi. „Þetta eru dæmigerðir langtíma forboðar eldgoss og en það þýði ekki endilega að þessi þróun endi með eldgosi á næstunni. „Slíkir forboðar eru mun algengari en sjálf eldgosin, því atburðarásin lognast stundum útaf án þess að leiða til goss. Enginn veit hvernig þetta verður núna en við þurfum að fylgjast vel með." Magnús Tumi segir að reynsla síðustu 500 ára sé að Katla láti vita af sér nokkrum klukkstundum áður en hún fer að gjósa. „Við vitum að hún hefur skýra skammtíma forboða. Nokkrum klukkutímum fyrir gos fara af stað jarðskjálftar sem finnast í Mýrdal. Ekkert slíkt í gangi núna. Það er ekki að sjá að kvika sé að brjóta sé leið upp á yfirborðið," segir hann. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, flaug yfir Kötlu í dag ásamt sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og fulltrúa frá Almannavörnum. Hann segir að greinileg aukning sé í jarðhita undir jöklinum og að Katla sýni nú ýmis merki sem túlka megi sem langtíma undanfara eldgoss. Hann segir að á síðustu vikum hafi myndast aftur ketill sem var horfinn og hafi ekki sést í nokkur ár. „Þar hefur jarðhiti tekið sig upp aftur þó ketillinn sé frekar grunnur ennþá en úr honum hefur vatn runnið niður í Múlakvísl," segir hann en áin hefur verið fremur vatnsmikil undanfarið. Magnús Tumi segir að aukning jarðhitans geti stafað af því að sprungur í berginu gliðni í sundur eða að kvika hafi náð inn í rætur jarðhitakerfisins. „Það er ekki ósennilegt að það sé að gerast í Kötlu; að það sé kvika hafi náð upp á lítið dýpi og valdi jarðhita. En magn kviku sem kann að hafa troðist inn í bergið er ekki mikið." Veruleg aukning hefur orðið í jarðskjálftavirkni á svæðinu í sumar og merki eru um útþenslu á litlu dýpi. „Þetta eru dæmigerðir langtíma forboðar eldgoss og en það þýði ekki endilega að þessi þróun endi með eldgosi á næstunni. „Slíkir forboðar eru mun algengari en sjálf eldgosin, því atburðarásin lognast stundum útaf án þess að leiða til goss. Enginn veit hvernig þetta verður núna en við þurfum að fylgjast vel með." Magnús Tumi segir að reynsla síðustu 500 ára sé að Katla láti vita af sér nokkrum klukkstundum áður en hún fer að gjósa. „Við vitum að hún hefur skýra skammtíma forboða. Nokkrum klukkutímum fyrir gos fara af stað jarðskjálftar sem finnast í Mýrdal. Ekkert slíkt í gangi núna. Það er ekki að sjá að kvika sé að brjóta sé leið upp á yfirborðið," segir hann.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira