Jarðhiti aukist mjög mikið undir Kötlu 6. september 2011 22:14 Myndúr safni Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, flaug yfir Kötlu í dag ásamt sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og fulltrúa frá Almannavörnum. Hann segir að greinileg aukning sé í jarðhita undir jöklinum og að Katla sýni nú ýmis merki sem túlka megi sem langtíma undanfara eldgoss. Hann segir að á síðustu vikum hafi myndast aftur ketill sem var horfinn og hafi ekki sést í nokkur ár. „Þar hefur jarðhiti tekið sig upp aftur þó ketillinn sé frekar grunnur ennþá en úr honum hefur vatn runnið niður í Múlakvísl," segir hann en áin hefur verið fremur vatnsmikil undanfarið. Magnús Tumi segir að aukning jarðhitans geti stafað af því að sprungur í berginu gliðni í sundur eða að kvika hafi náð inn í rætur jarðhitakerfisins. „Það er ekki ósennilegt að það sé að gerast í Kötlu; að það sé kvika hafi náð upp á lítið dýpi og valdi jarðhita. En magn kviku sem kann að hafa troðist inn í bergið er ekki mikið." Veruleg aukning hefur orðið í jarðskjálftavirkni á svæðinu í sumar og merki eru um útþenslu á litlu dýpi. „Þetta eru dæmigerðir langtíma forboðar eldgoss og en það þýði ekki endilega að þessi þróun endi með eldgosi á næstunni. „Slíkir forboðar eru mun algengari en sjálf eldgosin, því atburðarásin lognast stundum útaf án þess að leiða til goss. Enginn veit hvernig þetta verður núna en við þurfum að fylgjast vel með." Magnús Tumi segir að reynsla síðustu 500 ára sé að Katla láti vita af sér nokkrum klukkstundum áður en hún fer að gjósa. „Við vitum að hún hefur skýra skammtíma forboða. Nokkrum klukkutímum fyrir gos fara af stað jarðskjálftar sem finnast í Mýrdal. Ekkert slíkt í gangi núna. Það er ekki að sjá að kvika sé að brjóta sé leið upp á yfirborðið," segir hann. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, flaug yfir Kötlu í dag ásamt sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og fulltrúa frá Almannavörnum. Hann segir að greinileg aukning sé í jarðhita undir jöklinum og að Katla sýni nú ýmis merki sem túlka megi sem langtíma undanfara eldgoss. Hann segir að á síðustu vikum hafi myndast aftur ketill sem var horfinn og hafi ekki sést í nokkur ár. „Þar hefur jarðhiti tekið sig upp aftur þó ketillinn sé frekar grunnur ennþá en úr honum hefur vatn runnið niður í Múlakvísl," segir hann en áin hefur verið fremur vatnsmikil undanfarið. Magnús Tumi segir að aukning jarðhitans geti stafað af því að sprungur í berginu gliðni í sundur eða að kvika hafi náð inn í rætur jarðhitakerfisins. „Það er ekki ósennilegt að það sé að gerast í Kötlu; að það sé kvika hafi náð upp á lítið dýpi og valdi jarðhita. En magn kviku sem kann að hafa troðist inn í bergið er ekki mikið." Veruleg aukning hefur orðið í jarðskjálftavirkni á svæðinu í sumar og merki eru um útþenslu á litlu dýpi. „Þetta eru dæmigerðir langtíma forboðar eldgoss og en það þýði ekki endilega að þessi þróun endi með eldgosi á næstunni. „Slíkir forboðar eru mun algengari en sjálf eldgosin, því atburðarásin lognast stundum útaf án þess að leiða til goss. Enginn veit hvernig þetta verður núna en við þurfum að fylgjast vel með." Magnús Tumi segir að reynsla síðustu 500 ára sé að Katla láti vita af sér nokkrum klukkstundum áður en hún fer að gjósa. „Við vitum að hún hefur skýra skammtíma forboða. Nokkrum klukkutímum fyrir gos fara af stað jarðskjálftar sem finnast í Mýrdal. Ekkert slíkt í gangi núna. Það er ekki að sjá að kvika sé að brjóta sé leið upp á yfirborðið," segir hann.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira