Innlent

Kvótafrumvarp mun valda fólksfækkun í eyjum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Verði kvótafrumvarpið samþykkt óbreytt á Alþingi, leiðir það til mikillar fólksfækkunar í Vestmannaeyjum. Þetta segir í umsögn um bæjarráðs Vestmannaeyja sem telur að með frumvarpinu skerðist aflaheimildir í Eyjum um 15 prósent. Um 100 manns, sem starfi við veiðar og vinnslu, missi vinnuna og með afleiddum störfum megi gera ráð fyrir að um tvö hundruð störf tapist.

Bæjarráðið segir að aðrir viðburðir í sögu byggðar í Vestmannaeyjum hafi ekki haft jafnmikil áhrif á samfélagið þar nema ef til vill Heimaeyjargosið árið 1973 og Tyrkjaránið árið 1627.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×