Lífið

Glænýtt plakat fyrir glæpamyndina Borgríki

Nýja plakatið fyrir Borgríki.
Nýja plakatið fyrir Borgríki.
Vísir hefur fengið í hendurnar glænýtt plakat fyrir glæpamyndina Borgríki, sem kemur út þann 14.október næstkomandi úr smiðju Poppoli kvikmyndafélags í leikstjórn Ólafs de Fleur.

Hönnuðurinn Mundi Vondi sá um hönnun plakatsins en ljósmyndarinn Kjartan Már tók myndirnar.

Myndin skartar einvalaliði leikara en fremst fara Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson og Zlatko Krickic ásamt fleirum af þekktustu leikurum landsins. Þetta er nútíma glæpasaga í reykvískum raunveruleika og segir frá serbneskum bifvélavirkja sem missir ófætt barn sitt í árás þegar meðlimir íslensks glæpahrings ráðast inn á heimili hans. Í hefndaraðgerðum sínum gegn þeim tvinnast örlög hans saman við lögreglukonu sem ýtt er út á ystu nöf, spilltan yfirmann hennar í fíkniefnadeild lögreglunnar og glæpakóng sem er að missa tökin á veldi sínu.

Ólafur leikstjóri framleiðir myndina ásamt Kristínu Andreu Þórðardóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Dreifingaraðilli er Myndform og verður myndin sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó og Háskólabíó ásamt Borgarbíó Akureyri og fleiri kvikmyndahúsum á landsbyggðinni.

Gerð myndarinnar og ný sýnishorn verða kynnt innan skamms hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Gerir myndina sem aldrei átti að gera

„Maður er að reyna en það gengur misvel, þetta er líklegt en það á eftir að staðfesta nokkra hluti hér og þar,“ segir Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.