Lífið

Gerir myndina sem aldrei átti að gera

Lætur slag standa Borgríki er ekta glæpamynd um íslenska og serbneska glæpamenn og baráttu lögreglunnar við þá. Ólafur Jóhannesson hyggst reyna að gera myndina þrátt fyrir niðurskurð kvikmyndasjóðs og yfirlýsingu Útvarpsstjóra.
Lætur slag standa Borgríki er ekta glæpamynd um íslenska og serbneska glæpamenn og baráttu lögreglunnar við þá. Ólafur Jóhannesson hyggst reyna að gera myndina þrátt fyrir niðurskurð kvikmyndasjóðs og yfirlýsingu Útvarpsstjóra.

„Maður er að reyna en það gengur misvel, þetta er líklegt en það á eftir að staðfesta nokkra hluti hér og þar,“ segir Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður.

Það vakti töluverða athygli þegar Ólafur setti á netið stiklu úr hugsanlegri kvikmynd sinni, Borgríki. Stiklan hafði heldur snubbóttan endi því áhorfendur voru kvaddir með þeim orðum að þetta væri myndin sem hefði getað orðið að veruleika ef ekki hefði komið til niðurskurðarins á kvikmyndasjóði og yfirlýsinga Páls Magnússonar, útvarpsstjóra RÚV, um að ekki yrði keypt neitt innlent efni.

En nú gæti Borgríki mögulega orðið að veruleika eftir allt saman. „Við ætlum að reyna á næstu vikum og mánuðum. Það eru margir að hjálpast að innan framleiðslunnar, reyna að finna nýjar leiðir til að framleiða kvikmynd,“ segir Ólafur.

Með helstu hlutverkin í myndinni fara þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson en Ólafur segir hana sýna undirheimana frá ólíkum sjónarhornum, þetta sé alvöru, harðsoðin glæpamynd. „Sagan verður sögð frá sjónarhóli íslenskra glæpamanna, serbneskra krimma og svo löggunnar og fleiri,“ útskýrir Ólafur. Leikstjórinn segir gulrótina fyrir leikarana vera þá að með þátttöku sinni fái þeir kærkomið frí frá öllu krepputalinu. „Maður gefst hreinlega bara upp á því að fylgjast með stöðugum Icesave-fréttum og upp-komst-um-þennan-fréttum. Þetta gæti bara verið hálfgerð meðferð frá þessu öllu, tækifæri til að útiloka þetta allt,“ segir Ólafur. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.