Íslenski boltinn

Macallister hættur hjá Breiðabliki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Macallister skoraði fjögur mörk með Blikum í sumar. Hér fagnar hann einu þeirra.
Macallister skoraði fjögur mörk með Blikum í sumar. Hér fagnar hann einu þeirra. Mynd/Daníel
Dylan Macallister lék í kvöld sinn síðasta leik fyrir Breiðablik. Hann kvaddi liðið í 2-1 sigurleik gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

„Hann hefur reynst okkur ótrúlega mikill styrkur. Á vellinum, í klefanum, á æfingum og öllu því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hann hefur fært okkur mikið,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi í kvöld.

„Það lá ekki alltaf fyrir að hann myndi fara á þessum tímapunkti en sá möguleiki var fyrir hendi.“

„Ég sé mjög á eftir honum. Við höfum misst marga leikmenn í sumar en ég vona að þetta sé núna búið hjá okkur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×