Íslenski boltinn

Stjörnumenn tóku aftur stig af KR-ingum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Stjörnumenn juku spennuna í toppbaráttu Pepsi-deildar karla með því að taka stig af toppliði KR á KR-vellinum í gærkvöldi. Þetta var í annað skiptið í sumar sem KR og Stjarnan gera jafntefli en KR-ingar hafa aðeins tapað fjórum stigum í hinum tólf leikjum sínum í sumar.

Þessi úrslit þýða að ÍBV getur tekið toppsætið af KR-ingum þegar liðin mætast á KR-vellinum í toppslag deildarinnar á fimmtudaginn en KR-ingar eiga reyndar leik inn á Eyjamenn auk þess að vera tveimur stigum á undan þeim.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á KR-vellinum í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×