Íslenski boltinn

Steven Lennon aftur maðurinn á bak við sigur Fram - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Steven Lennon skoraði þrennu á Laugardalsvellinum í gær þegar Framliðið vann 3-1 sigur á Val. Þetta var aðeins annar sigur Framliðsins í Pepsi-deildinni í sumar en Lennon skoraði einmitt sigurmarkið í hinum leiknum sem var gegn Víkingum í Víkinni.

Steven Lennon hefur nú skorað fimm mörk í sex leikjum sínum í Frambúningnum eða fimm af sex mörkum sem Framliðið hefur skorað í þessum sex leikjum.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalsvellinum í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×