Íslenski boltinn

Þjálfari Vals bað stuðningsmenn afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján fylgist með sínum mönnum í gær.
Kristján fylgist með sínum mönnum í gær. Mynd/Anton
Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, bað í nótt stuðningsmenn liðsins afsökunar á lélegri frammistöðu liðsins gegn Fram í gær.

Valsmenn töpuðu Reykjavíkurslagnum, 3-1, og misstu þar að auki tvo menn af velli með rautt spjald undir lok leiksins.

„Við biðjum alla Valsmenn afsökunar á frammistöðu okkar í kvöld. Takk fyrir stuðninginn , við bætum ykkur þetta upp síðar. Kópavogur næst,“ skrifaði Kristján á Twitter-síðuna sína.

Valsmönnum hefur verið að fatast flugið á undanförnum vikum en sigurinn gegn Fylki í síðustu umferð er eini sigur liðsins síðan í byjun júli.

Valur er í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig að loknum sextán umferðum - sex stigum á eftir toppliði KR sem á tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×