Íslenski boltinn

Ásgeir Örn kemur aftur til KR - fer svo til Ull Kisa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn í leik með KR í sumar.
Ásgeir Örn í leik með KR í sumar. Mynd/Stefán
Ásgeir Örn Ólafsson er væntanlegur aftur til landsins í dag og verður til taks fyrir KR í næstu tveimur leikjum liðsins. Að þeim loknum snýr hann svo aftur til Noregs.

Ásgeir Örn fór til Noregs fyrir rúmri viku síðan þar sem hann er að hefja nám. Hann kemur aftur í dag en KR mætir ÍBV á morgun og svo Fram á mánudaginn.

„Hann kemur til með að styrkja hópinn og auka breiddina,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. „Hann hefur verið að æfa með Skeid í nokkra daga en líklega verður hann svo lánaður til Ull Kisa eftir helgina.“

Ull Kisa leikur í norsku C-deildinni og var eitt sinn þjálfað af Teiti Þórðarsyni. Ásgeir Örn hefur tekið þátt í átta deildarleikjum með KR í sumar og skorað í þeim eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×