Umfjöllun: Meistaraheppni í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar 29. ágúst 2011 17:00 Mynd/Stefán KR náði í dýrmæt þrjú stig í titilbaráttunni í kvöld þegar liðið lagði lánlausa Framara 2-1 í Vesturbænum. Öll mörkin komu á síðustu tíu mínútum leiksins. Framarar voru aðgangsharðari í fyrri hálfleiknum og fengu gullið tækifæri til þess að komast yfir. Steven Lennon fiskaði þá vítaspyrnu sem hann tók sjálfur. Spyrnan var hins vegar arfaslök og Hannes Þór varði auðveldlega. Ekki í fyrsta skipti sem Hannes Þór kemur félögum sínum til bjargar í sumar. Hannes Þór varði vítaspyrnu Matthíasar Vilhjálmssonar FH-ings á KR-vellinum fyrr í sumar. Líkt og nú var staðan markalaus. Í síðari hálfeik var meira jafnræði með liðunum. Færi voru á báða bóga en flest stefndi í markalaust jafntefli. Á fimm mínútna kafla seint í síðari hálfleiknum skoruðu heimamenn tvisvar. Kjartan Henry skoraði úr vítaspyrnu á 81. mínútu eftir að dæmd var hendi á varnarmann gestanna eftir hornspyrnu. Fimm mínútum síðar spiluðu KR-ingar sig fallega í gegnum vörn Framara. Viktor Bjarki sendi fyrir markið og Alan Lowing, miðvörður Framrara, varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark. Varamaðurinn og aldursforseti leikmanna á vellinum, Arnar Gunnlaugsson, skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í viðbótartíma. Markið kom hins vegar of seint og heimamenn stigu stórt skref í átt að titlinum. Það er óhætt að segja að falldraugurinn vofi yfir Frömurum. Þeir spiluðu líklega sinn besta leik í sumar og voru betri aðilinn lengi vel. Hins vegar er ekki hægt að tala um óheppni. Framarar voru sjálfum sér verstir. Þeir nýttu ekki vítaspyrnu, gáfu aðra og skoruðu sjálfsmark. KR-ingar voru slakir í kvöld en sú staðreynd að þeir unnu sigur rennir stoðum undir grun margra að liðið verði Íslandsmeistari. Ólíkt Frömurum nýttu þeir sín færi í leiknum og nældu í dýrmæt þrjú stig. TölfræðiSkot (á mark): 13-14 (4-7) Varin skot: Hannes Þór 5 – Ögmundur 3 Horn: 9-4 Aukaspyrnur fengnar: 16-11 Rangstöður: 2-1 Dómari: Þorvaldur Árnason 7 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar: Þrjú stig það eina sem ég er sáttur við Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með stigin þrjú en ekki spilamennsku sinna manna í kvöld. 29. ágúst 2011 21:02 Lennon: Hefði betur neglt boltann í mitt markið Steven Lennon, framherji Fram, var vonsvikinn í leikslok. Flott frammistaða skilaði gestunum engum stigum og útlitið er afar svart. 29. ágúst 2011 21:14 Kjartan Henry: Það á ekki að vera hægt að klikka víti Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, tók undir með blaðamanni að kalla mætti sigurinn Vesturbæjarliðsins baráttusigur. 29. ágúst 2011 21:07 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
KR náði í dýrmæt þrjú stig í titilbaráttunni í kvöld þegar liðið lagði lánlausa Framara 2-1 í Vesturbænum. Öll mörkin komu á síðustu tíu mínútum leiksins. Framarar voru aðgangsharðari í fyrri hálfleiknum og fengu gullið tækifæri til þess að komast yfir. Steven Lennon fiskaði þá vítaspyrnu sem hann tók sjálfur. Spyrnan var hins vegar arfaslök og Hannes Þór varði auðveldlega. Ekki í fyrsta skipti sem Hannes Þór kemur félögum sínum til bjargar í sumar. Hannes Þór varði vítaspyrnu Matthíasar Vilhjálmssonar FH-ings á KR-vellinum fyrr í sumar. Líkt og nú var staðan markalaus. Í síðari hálfeik var meira jafnræði með liðunum. Færi voru á báða bóga en flest stefndi í markalaust jafntefli. Á fimm mínútna kafla seint í síðari hálfleiknum skoruðu heimamenn tvisvar. Kjartan Henry skoraði úr vítaspyrnu á 81. mínútu eftir að dæmd var hendi á varnarmann gestanna eftir hornspyrnu. Fimm mínútum síðar spiluðu KR-ingar sig fallega í gegnum vörn Framara. Viktor Bjarki sendi fyrir markið og Alan Lowing, miðvörður Framrara, varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark. Varamaðurinn og aldursforseti leikmanna á vellinum, Arnar Gunnlaugsson, skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í viðbótartíma. Markið kom hins vegar of seint og heimamenn stigu stórt skref í átt að titlinum. Það er óhætt að segja að falldraugurinn vofi yfir Frömurum. Þeir spiluðu líklega sinn besta leik í sumar og voru betri aðilinn lengi vel. Hins vegar er ekki hægt að tala um óheppni. Framarar voru sjálfum sér verstir. Þeir nýttu ekki vítaspyrnu, gáfu aðra og skoruðu sjálfsmark. KR-ingar voru slakir í kvöld en sú staðreynd að þeir unnu sigur rennir stoðum undir grun margra að liðið verði Íslandsmeistari. Ólíkt Frömurum nýttu þeir sín færi í leiknum og nældu í dýrmæt þrjú stig. TölfræðiSkot (á mark): 13-14 (4-7) Varin skot: Hannes Þór 5 – Ögmundur 3 Horn: 9-4 Aukaspyrnur fengnar: 16-11 Rangstöður: 2-1 Dómari: Þorvaldur Árnason 7
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar: Þrjú stig það eina sem ég er sáttur við Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með stigin þrjú en ekki spilamennsku sinna manna í kvöld. 29. ágúst 2011 21:02 Lennon: Hefði betur neglt boltann í mitt markið Steven Lennon, framherji Fram, var vonsvikinn í leikslok. Flott frammistaða skilaði gestunum engum stigum og útlitið er afar svart. 29. ágúst 2011 21:14 Kjartan Henry: Það á ekki að vera hægt að klikka víti Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, tók undir með blaðamanni að kalla mætti sigurinn Vesturbæjarliðsins baráttusigur. 29. ágúst 2011 21:07 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Rúnar: Þrjú stig það eina sem ég er sáttur við Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með stigin þrjú en ekki spilamennsku sinna manna í kvöld. 29. ágúst 2011 21:02
Lennon: Hefði betur neglt boltann í mitt markið Steven Lennon, framherji Fram, var vonsvikinn í leikslok. Flott frammistaða skilaði gestunum engum stigum og útlitið er afar svart. 29. ágúst 2011 21:14
Kjartan Henry: Það á ekki að vera hægt að klikka víti Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, tók undir með blaðamanni að kalla mætti sigurinn Vesturbæjarliðsins baráttusigur. 29. ágúst 2011 21:07