Umfjöllun: Meistaraheppni í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar 29. ágúst 2011 17:00 Mynd/Stefán KR náði í dýrmæt þrjú stig í titilbaráttunni í kvöld þegar liðið lagði lánlausa Framara 2-1 í Vesturbænum. Öll mörkin komu á síðustu tíu mínútum leiksins. Framarar voru aðgangsharðari í fyrri hálfleiknum og fengu gullið tækifæri til þess að komast yfir. Steven Lennon fiskaði þá vítaspyrnu sem hann tók sjálfur. Spyrnan var hins vegar arfaslök og Hannes Þór varði auðveldlega. Ekki í fyrsta skipti sem Hannes Þór kemur félögum sínum til bjargar í sumar. Hannes Þór varði vítaspyrnu Matthíasar Vilhjálmssonar FH-ings á KR-vellinum fyrr í sumar. Líkt og nú var staðan markalaus. Í síðari hálfeik var meira jafnræði með liðunum. Færi voru á báða bóga en flest stefndi í markalaust jafntefli. Á fimm mínútna kafla seint í síðari hálfleiknum skoruðu heimamenn tvisvar. Kjartan Henry skoraði úr vítaspyrnu á 81. mínútu eftir að dæmd var hendi á varnarmann gestanna eftir hornspyrnu. Fimm mínútum síðar spiluðu KR-ingar sig fallega í gegnum vörn Framara. Viktor Bjarki sendi fyrir markið og Alan Lowing, miðvörður Framrara, varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark. Varamaðurinn og aldursforseti leikmanna á vellinum, Arnar Gunnlaugsson, skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í viðbótartíma. Markið kom hins vegar of seint og heimamenn stigu stórt skref í átt að titlinum. Það er óhætt að segja að falldraugurinn vofi yfir Frömurum. Þeir spiluðu líklega sinn besta leik í sumar og voru betri aðilinn lengi vel. Hins vegar er ekki hægt að tala um óheppni. Framarar voru sjálfum sér verstir. Þeir nýttu ekki vítaspyrnu, gáfu aðra og skoruðu sjálfsmark. KR-ingar voru slakir í kvöld en sú staðreynd að þeir unnu sigur rennir stoðum undir grun margra að liðið verði Íslandsmeistari. Ólíkt Frömurum nýttu þeir sín færi í leiknum og nældu í dýrmæt þrjú stig. TölfræðiSkot (á mark): 13-14 (4-7) Varin skot: Hannes Þór 5 – Ögmundur 3 Horn: 9-4 Aukaspyrnur fengnar: 16-11 Rangstöður: 2-1 Dómari: Þorvaldur Árnason 7 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar: Þrjú stig það eina sem ég er sáttur við Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með stigin þrjú en ekki spilamennsku sinna manna í kvöld. 29. ágúst 2011 21:02 Lennon: Hefði betur neglt boltann í mitt markið Steven Lennon, framherji Fram, var vonsvikinn í leikslok. Flott frammistaða skilaði gestunum engum stigum og útlitið er afar svart. 29. ágúst 2011 21:14 Kjartan Henry: Það á ekki að vera hægt að klikka víti Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, tók undir með blaðamanni að kalla mætti sigurinn Vesturbæjarliðsins baráttusigur. 29. ágúst 2011 21:07 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
KR náði í dýrmæt þrjú stig í titilbaráttunni í kvöld þegar liðið lagði lánlausa Framara 2-1 í Vesturbænum. Öll mörkin komu á síðustu tíu mínútum leiksins. Framarar voru aðgangsharðari í fyrri hálfleiknum og fengu gullið tækifæri til þess að komast yfir. Steven Lennon fiskaði þá vítaspyrnu sem hann tók sjálfur. Spyrnan var hins vegar arfaslök og Hannes Þór varði auðveldlega. Ekki í fyrsta skipti sem Hannes Þór kemur félögum sínum til bjargar í sumar. Hannes Þór varði vítaspyrnu Matthíasar Vilhjálmssonar FH-ings á KR-vellinum fyrr í sumar. Líkt og nú var staðan markalaus. Í síðari hálfeik var meira jafnræði með liðunum. Færi voru á báða bóga en flest stefndi í markalaust jafntefli. Á fimm mínútna kafla seint í síðari hálfleiknum skoruðu heimamenn tvisvar. Kjartan Henry skoraði úr vítaspyrnu á 81. mínútu eftir að dæmd var hendi á varnarmann gestanna eftir hornspyrnu. Fimm mínútum síðar spiluðu KR-ingar sig fallega í gegnum vörn Framara. Viktor Bjarki sendi fyrir markið og Alan Lowing, miðvörður Framrara, varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark. Varamaðurinn og aldursforseti leikmanna á vellinum, Arnar Gunnlaugsson, skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í viðbótartíma. Markið kom hins vegar of seint og heimamenn stigu stórt skref í átt að titlinum. Það er óhætt að segja að falldraugurinn vofi yfir Frömurum. Þeir spiluðu líklega sinn besta leik í sumar og voru betri aðilinn lengi vel. Hins vegar er ekki hægt að tala um óheppni. Framarar voru sjálfum sér verstir. Þeir nýttu ekki vítaspyrnu, gáfu aðra og skoruðu sjálfsmark. KR-ingar voru slakir í kvöld en sú staðreynd að þeir unnu sigur rennir stoðum undir grun margra að liðið verði Íslandsmeistari. Ólíkt Frömurum nýttu þeir sín færi í leiknum og nældu í dýrmæt þrjú stig. TölfræðiSkot (á mark): 13-14 (4-7) Varin skot: Hannes Þór 5 – Ögmundur 3 Horn: 9-4 Aukaspyrnur fengnar: 16-11 Rangstöður: 2-1 Dómari: Þorvaldur Árnason 7
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar: Þrjú stig það eina sem ég er sáttur við Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með stigin þrjú en ekki spilamennsku sinna manna í kvöld. 29. ágúst 2011 21:02 Lennon: Hefði betur neglt boltann í mitt markið Steven Lennon, framherji Fram, var vonsvikinn í leikslok. Flott frammistaða skilaði gestunum engum stigum og útlitið er afar svart. 29. ágúst 2011 21:14 Kjartan Henry: Það á ekki að vera hægt að klikka víti Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, tók undir með blaðamanni að kalla mætti sigurinn Vesturbæjarliðsins baráttusigur. 29. ágúst 2011 21:07 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Rúnar: Þrjú stig það eina sem ég er sáttur við Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með stigin þrjú en ekki spilamennsku sinna manna í kvöld. 29. ágúst 2011 21:02
Lennon: Hefði betur neglt boltann í mitt markið Steven Lennon, framherji Fram, var vonsvikinn í leikslok. Flott frammistaða skilaði gestunum engum stigum og útlitið er afar svart. 29. ágúst 2011 21:14
Kjartan Henry: Það á ekki að vera hægt að klikka víti Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, tók undir með blaðamanni að kalla mætti sigurinn Vesturbæjarliðsins baráttusigur. 29. ágúst 2011 21:07