Hefja vinnu við hættumat fyrir eldgos - tekur 15 til 20 ár í heildina 29. ágúst 2011 16:21 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að hafin yrði vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Í tilkynningu frá ráðherra segir að um viðamikla vinnu sé að ræða sem gróflega er áætlað að taki 15 - 20 ár í heildina. Fyrsti áfanginn er þó verkefni til þriggja ára. „Eldgosin í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli hafa undirstrikað nauðsyn þess að vinna hættumat fyrir eldgos á Íslandi og hugsanlegar afleiðingar þeirra en margt bendir til að tímabil aukinnar eldvirkni sé hafið. Þannig má búast við eldgosi í Grímsvötnum annað til sjöunda hvert ár en þekkt er að goshrinur verða samhliða í eldstöðvakerfi Bárðarbungu. Þá eru líkur á eldgosi í Heklu á komandi misserum og reikna verður með Kötlugosi á næstu árum,“ segir ennfremur. Þá segir að þetta kalli á viðbúnað af hálfu stjórnvalda „en í slíku hættumati fyrir eldgos fælist m.a. uppsetning viðvaranakerfa og gerð viðbragðsáætlana; mótvægisaðgerðir sem tækju til landnýtingar, innviðavarna, trygginga og varnarvirkja; þekkingaruppbygging í gegn um kennslu, þjálfun, rannsóknir og miðlun upplýsinga og loks að farið yrði yfir lög og reglugerðir með tilliti til ólíkra hlutverka stofnana í þessu samhengi.“ Hættumatið verður unnið samkvæmt hættumatsramma alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Sameinuðu þjóðanna en góður árangur hefur náðst í hættumati vegna ofanflóða með þessari aðferðafræði. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur þegar veitt fjármagni til Veðurstofu Íslands til að gera úttekt á íslenskum eldstöðvum vegna alþjóðaflugsins sem nýtast mun mjög vel í heildarhættumati. Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að hafin yrði vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Í tilkynningu frá ráðherra segir að um viðamikla vinnu sé að ræða sem gróflega er áætlað að taki 15 - 20 ár í heildina. Fyrsti áfanginn er þó verkefni til þriggja ára. „Eldgosin í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli hafa undirstrikað nauðsyn þess að vinna hættumat fyrir eldgos á Íslandi og hugsanlegar afleiðingar þeirra en margt bendir til að tímabil aukinnar eldvirkni sé hafið. Þannig má búast við eldgosi í Grímsvötnum annað til sjöunda hvert ár en þekkt er að goshrinur verða samhliða í eldstöðvakerfi Bárðarbungu. Þá eru líkur á eldgosi í Heklu á komandi misserum og reikna verður með Kötlugosi á næstu árum,“ segir ennfremur. Þá segir að þetta kalli á viðbúnað af hálfu stjórnvalda „en í slíku hættumati fyrir eldgos fælist m.a. uppsetning viðvaranakerfa og gerð viðbragðsáætlana; mótvægisaðgerðir sem tækju til landnýtingar, innviðavarna, trygginga og varnarvirkja; þekkingaruppbygging í gegn um kennslu, þjálfun, rannsóknir og miðlun upplýsinga og loks að farið yrði yfir lög og reglugerðir með tilliti til ólíkra hlutverka stofnana í þessu samhengi.“ Hættumatið verður unnið samkvæmt hættumatsramma alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Sameinuðu þjóðanna en góður árangur hefur náðst í hættumati vegna ofanflóða með þessari aðferðafræði. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur þegar veitt fjármagni til Veðurstofu Íslands til að gera úttekt á íslenskum eldstöðvum vegna alþjóðaflugsins sem nýtast mun mjög vel í heildarhættumati.
Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira