Enski boltinn

Enrique í skýjunum með að hafa samið við Liverpool

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Enrique ásamt Damien Comolli eftir undirskriftina í dag.
Enrique ásamt Damien Comolli eftir undirskriftina í dag. Mynd/Liverpoolfc.tv
Spánverjinn Jose Enrique skrifaði í dag undir langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Óhætt er að segja að Enrique sé í skýjunum með að vera kominn á Anfield.

„Þetta er einn besti dagur ævi minnar. Ég hef gengið til liðs við eitt stærsta félag heims, ekki bara Englands. Ég er virkilega, virkilega glaður,“ sagði vinstri bakvörðurinn.

Enrique hittir fyrir Andy Carroll hjá Liverpool en félagarnir voru liðsfélagar hjá Newcastle. Félagarnir eru báðir örvfættir en Kenny Dalglish hefur verið duglegur að bæta vinstri fótar leikmönnum við leikmannahóp Liverpool.

Charlie Adam og Stewart Downing sem gengu til liðs við Liverpool í sumar eru einnig örvfættir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×