Innlent

Vonast til að samningar verði undirritaðir fyrir vikulok

Ólafur Skúlason.
Ólafur Skúlason.
Drög eru tilbúin að samningum milli kirkju og þeirra fjögurra kvenna sem sakað hafa Ólaf Skúlason, fyrrum biskup Íslands, um kynferðisbrot. Samkvæmt Magnúsi Kristjánssyni, formanni nefndar sem stóð að samningagerðinni, er vonast til að þeir verði undirritaðir í vikunni.

Fimm manna nefnd sem skipuð var á aukakirkjuþingi í vor til fjalla um niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndar hefur átt í viðræðum við konurnar á undanförnum vikum með það að markmiðið að ná fram sáttum í málinu.

Magnús var ekki tilbúinn til að staðfesta upphæð sanngirnisbóta sem renna munu til kvennanna fjögurra, en sagði þó að mið væri tekið af þeim bótum sem veittar voru í Breiðavíkurmálinu svokallaða.

Þá staðfesti hann að í samningnum væri einnig fjallað um að konurnar deildu reynslu sinni með kirkjunni. „Við viljum hafa við þær samstarf um það hvernig við getum bætt forvarnir og viðbrögð kirkjunnar þegar það kemur að kynferðisofbeldi, af því að kirkjan líður ekki slíkt."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.