Stórstjörnur við Heklu 11. júlí 2011 09:00 Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er meðal þeirra sem heiðra Ísland með nærveru sinni næsta hálfa mánuðinn. Mynd/AFP „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. Tökurnar standa yfir næstu tvær vikur. Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron, X-Men-hetjan Michael Fassbender og Lisbeth Salander-leikkonan Noomi Rapace eru meðal þeirra sem heiðra Ísland með nærveru sinni næsta hálfa mánuðinn en tökuliðið verður einnig við Dettifoss. Um gríðarstórt verkefni er að ræða og framleiðslukostnaðurinn hér á landi nemur hundruðum milljóna íslenskra króna samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Scott vildi ekkert tjá sig um það. 160 Íslendingar koma að verkefninu hér á landi ásamt yfir 200 erlendum kvikmyndagerðarmönnum og kaus Scott að kalla það „lítið töku-lið". Hann staðfesti hins vegar að íslenskt landslag yrði ekki í neinu aukahlutverki í myndinni. „Þetta eru 15 mínútur í heild sinni ef allt gengur að óskum. Við erum að mynda upphaf tímans.“ Leikstjórinn hefur haldið mikilli leynd yfir tökunum hingað til á Bretlandseyjum og fáar myndir frá tökustað þar hafa lekið á netið. Hann segir það mikilvægt fyrir sig og fyrir áhorfendur. Sömu leynd verður viðhaldið hér á landi. „Það er mikið af frumlegu og nýju efni í myndinni og það væri leiðinlegt að eyðileggja það með leka.“ Ísland kom frekar seint inn sem tökustaður, en var samt alltaf möguleiki þegar leit stóð yfir. "Það er hægt að finna svipað landslag á öðrum stöðum í heiminum. En hérna er það samt svo frumstætt og „júralegt“ og það hafði úrslitaáhrif. Ísland er gríðarlega fallegt land.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
„Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. Tökurnar standa yfir næstu tvær vikur. Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron, X-Men-hetjan Michael Fassbender og Lisbeth Salander-leikkonan Noomi Rapace eru meðal þeirra sem heiðra Ísland með nærveru sinni næsta hálfa mánuðinn en tökuliðið verður einnig við Dettifoss. Um gríðarstórt verkefni er að ræða og framleiðslukostnaðurinn hér á landi nemur hundruðum milljóna íslenskra króna samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Scott vildi ekkert tjá sig um það. 160 Íslendingar koma að verkefninu hér á landi ásamt yfir 200 erlendum kvikmyndagerðarmönnum og kaus Scott að kalla það „lítið töku-lið". Hann staðfesti hins vegar að íslenskt landslag yrði ekki í neinu aukahlutverki í myndinni. „Þetta eru 15 mínútur í heild sinni ef allt gengur að óskum. Við erum að mynda upphaf tímans.“ Leikstjórinn hefur haldið mikilli leynd yfir tökunum hingað til á Bretlandseyjum og fáar myndir frá tökustað þar hafa lekið á netið. Hann segir það mikilvægt fyrir sig og fyrir áhorfendur. Sömu leynd verður viðhaldið hér á landi. „Það er mikið af frumlegu og nýju efni í myndinni og það væri leiðinlegt að eyðileggja það með leka.“ Ísland kom frekar seint inn sem tökustaður, en var samt alltaf möguleiki þegar leit stóð yfir. "Það er hægt að finna svipað landslag á öðrum stöðum í heiminum. En hérna er það samt svo frumstætt og „júralegt“ og það hafði úrslitaáhrif. Ísland er gríðarlega fallegt land.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira