Erla Bolladóttir: Mikil sorg að Sævar sé farinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2011 16:02 Sævars Ciesielski lést af slysförum aðfaranótt miðvikudagsins. Mynd/ GVA. Erla Bolladóttir, fyrrverandi unnusta Sævars Ciesielskis, segir það vera mikla sorg að Sævar skuli vera farinn. Hann lést þegar að hann datt í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags og fékk höfuðhögg. Sævar og Erla héldu kunningsskap allt fram til hins síðasta. „Það er mikil sorg að hann skuli vera farinn og kemur miklu róti á mig sem eftirlifandi aðili að þessum málum, sem engin skil voru gerð," segir Erla. Þar á hún við rannsóknir á andlátum Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.Sárari þörf fyrir að klára Guðmundar og Geirfinnsmálið „Þetta mál hefur aldrei verið klárað og hvort sem okkur líkar það eða ekki, þá geng ég um í ókláruðu máli. Þetta hefur þau áhrif á mig að það vaknar hjá mér einhver sárari þörf og kraftur fyrir að fara í einhverjar aðgerðir og athuga málið betur. Ekki síst af virðingu við minningu Sævars og það mótlæti sem hann þoldi," segir Erla í samtali við Vísi. Erla segist eiga von á því að hún muni gera það sem dugi til að einhver hreyfing verði á því máli úr þeirri stöðu sem það er í dag. „Það er ekki hægt, hvorki fyrir mig, barnið mitt og Sævars sem er orðin fullorðin manneskja í dag og afkomendur okkar né fyrir sögu þessa samfélags, eða fyrir afkomendur neinnar annarrar manneskju sem þetta land byggir að láta þetta kyrrt liggja þar sem þetta er. Það er bara ekki hægt og það er vont fyrir íslenska þjóð," segir Erla.Átti að fá uppreisn æru „Ef þetta mál hefði verið búð núna og hann hefði dáið núna að málinu loknu með uppreisn æru og með viðurkenningu á því hvernig komið hefði verið fram við hann þá myndi ríkja friður yfir andláti hans. Og þá væri hægt að kveðja hann með sátt í hjarta. En andlát hans rífur miklu frekar upp einhverjar dyr sem erfitt, en að því er virðist óhjákvæmilegt, er að fara í gegnum," segir Erla. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Erla Bolladóttir, fyrrverandi unnusta Sævars Ciesielskis, segir það vera mikla sorg að Sævar skuli vera farinn. Hann lést þegar að hann datt í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags og fékk höfuðhögg. Sævar og Erla héldu kunningsskap allt fram til hins síðasta. „Það er mikil sorg að hann skuli vera farinn og kemur miklu róti á mig sem eftirlifandi aðili að þessum málum, sem engin skil voru gerð," segir Erla. Þar á hún við rannsóknir á andlátum Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.Sárari þörf fyrir að klára Guðmundar og Geirfinnsmálið „Þetta mál hefur aldrei verið klárað og hvort sem okkur líkar það eða ekki, þá geng ég um í ókláruðu máli. Þetta hefur þau áhrif á mig að það vaknar hjá mér einhver sárari þörf og kraftur fyrir að fara í einhverjar aðgerðir og athuga málið betur. Ekki síst af virðingu við minningu Sævars og það mótlæti sem hann þoldi," segir Erla í samtali við Vísi. Erla segist eiga von á því að hún muni gera það sem dugi til að einhver hreyfing verði á því máli úr þeirri stöðu sem það er í dag. „Það er ekki hægt, hvorki fyrir mig, barnið mitt og Sævars sem er orðin fullorðin manneskja í dag og afkomendur okkar né fyrir sögu þessa samfélags, eða fyrir afkomendur neinnar annarrar manneskju sem þetta land byggir að láta þetta kyrrt liggja þar sem þetta er. Það er bara ekki hægt og það er vont fyrir íslenska þjóð," segir Erla.Átti að fá uppreisn æru „Ef þetta mál hefði verið búð núna og hann hefði dáið núna að málinu loknu með uppreisn æru og með viðurkenningu á því hvernig komið hefði verið fram við hann þá myndi ríkja friður yfir andláti hans. Og þá væri hægt að kveðja hann með sátt í hjarta. En andlát hans rífur miklu frekar upp einhverjar dyr sem erfitt, en að því er virðist óhjákvæmilegt, er að fara í gegnum," segir Erla.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira