Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur boðað blaðamenn á sinn fund í dag klukkan fjögur. Í tilkynningu segir að tilefnið sé væntanleg þingfesting landsdómsmálsins gegn Geir sem fram fer á morgun.
Geir er ákærður fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð en það er Sigríður Friðjónsdóttir sérstakur saksóknari Alþingis sem gefur út ákæruna á hendur Geir.
Stuðningsmenn Geirs hafa opnað heimasíðu honum til stuðnings og er hún á slóðinni malsvorn.is.
