Innlent

Ákæran á hendur Geir þingfest eftir hádegi

"Ég er saklaus af öllum þessum ákærum,“ sagði Geir á blaðamannafundi í gær.
"Ég er saklaus af öllum þessum ákærum,“ sagði Geir á blaðamannafundi í gær. Mynd/Vilhelm
Ákæra Sigríðar Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, verður þingfest í landsdómi eftir hádegi í dag. Á blaðamannafundi í gær gagnrýndi Geir málsmeðferðina harðlega og boðaði frávísunarkröfu vegna galla á henni. Ítrekað hefði verið brotið á sér.

Fram kemur á vef saksóknara Alþingis að málið verði þingfest klukkan 13:30 í bókasal Þjóðmenningarhússins. Talið er að aðalmeðferð í málinu hefjist í haust.

Stuðningsmenn Geirs hafa boðað til opins fundar í fundarsal í Hörpu milli klukkan 17 og 20 í dag. Hátt í 150 ætla að mæta á fundinn samkvæmt síðu fundarins á Facebook. Þá hafa tæplega 2700 ritað nafn sitt til stuðnings Geir á vefsíðunni Málsvörn.is sem stuðningsmenn Geir opnuðu nýverið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×