Innlent

Öskuna leggur um allt á Kirkjubæjarklaustri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hefur verið ótrúlegt magn af ösku á Kirkjubæjarklaustri og í sveitum þar í kring vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra vegna öskufallsins og huga vel að búfénaði. Umhverfisstofnun greindi frá því í dag að stofnunin hefur virkjað viðbúnaðarstöðu vegna gossins. Stefnt er að því að svifryksmælir verði kominn upp á Kirkjubæjarklaustri á morgun. Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt" til að skoða myndir sem Gísli Berg tók í dag frá Kirkjubæjarklaustri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.