Innlent

Strandaglópar í myrkrinu - nær ekki í Icelandair

Askan hefur lokað fyrir lofthelgi Íslands. Hún opnar hinsvegar eftir hádegi.
Askan hefur lokað fyrir lofthelgi Íslands. Hún opnar hinsvegar eftir hádegi.
„Þetta er alveg ferlegt," segir Finnur Kristinsson, sem er strandaglópur í Bergen í Noregi en hann átti að fljúga heim til Íslands eftir hádegi í gær. Búið er að loka lofthelgi Íslands vegna eldgossins í Grímsvötnum. Finnur er hinsvegar afar óánægður með Icelandair sem virðist ekki sinna strandaglópunum í Noregi.

„Við fengum númer hjá þjónustuveri sem hefur aldrei ansað," segir Finnur sem þurfti að eyða nóttina á flugvellinum í Bergen ásamt fjölmörgum öðrum strandaglópum. Það er ljóst að lofthelgin opnar í það minnsta ekki fyrir hádegi.

Finnur gagnrýnir Icelandair harðlega og segist enga upplýsingar fá frá flugfélaginu um stöðu mála eða hvað skal gera. Hann, ásamt nokkrum öðrum strandaglópum, leita nú að hóteli til þess að gista á þar til það verður mögulegt að fljúga á ný.

Finnur segir það strandaglóparnir hafi þurft að punga út 20 þúsund krónum bara fyrir það eitt að fara með flugrútunni til baka. Þá þarf að finna hótel. Finnur segist ekki vita hver muni bera kostnaðinn af því, en vonast til að flugfélagið muni gera það.

„Það er ljóst að það bætist gríðarlegur kostnaður við ferðalagið út af þessu," segir Finnur sem er afar ósáttur við samskiptaleysi Icelandair við strandaglópana.

Í tilkynningu frá Icelandair sem barst fyrir stundu, kemur fram að flug hefjast á ný síðdegis. Flug til Íslands frá Stokkhólmi, Osló, París, Frankfurt, Amsterdam, Helsinki, London, Kaupmannahöfn og Bergen/Stavanger seinkar og lendir hér á landi um klukkan 19.00 í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×