Lífið

Eggjum kastað í hústökuhúsið

Ellý Ármannsdóttir skrifar
„Við vorum búin að vera hérna um helgina að gera fínt í kringum húsið og svona. Það var mjög leiðinlegt að koma að húsinu og sjá að það var búið að kasta eggjum í framhurðina," sagði Sandra Hlíf Ocares, sem keypti nýverið 100 fermetra hús í Vesturbænum, nánar tiltekið húsið á horni Bræðraborgarstígs og Hávallagötu, þar sem hústökufólk hafðist við nokkuð lengi, en eggjum var kastað í framhurð hússins um helgina.

Sandra, sem er staðráðin í að gera húsið upp og flytja inn innan tveggja vikna, fékk hinsvegar óvænta hjálp frá Byko.

Hafsteinn Gunnar Haraldsson deildarstjóri yfir timbrinu í Byko, og Jón Egill Baldursson aðstoðarverslunarstjóri, ráðlögðu Söndru hvað skal gera við ónýtan vegg sem og morkin burðarbita og þeir ætla að útvega Söndru efniskostnað henni að kostnaðarlausu svo hún geti lagað vegginn og flutt inn sem fyrst ásamt dætrum sínum tveimur.

Ekki er vitað hverjir köstuðu eggjunum í húsið hennar Söndru.

Keypti hústökuhúsið - sjáðu hryllinginn.

Hreinsar út viðbjóðinn.

Blóðug hjálparhella aðstoðar Söndru.

Bjartsýn á framhaldið þrátt fyrir viðbjóðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×