Innlent

Óhugnanlegar rúnir krotaðar á alla veggi

„Ég mun kæra þetta," segir Sandra Hlíf Ocares, sem keypti niðurnítt hús á Bræðraborgarstígnum fyrir nokkru, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skjóli nætur, krotað fornar rúnir á veggina og rist að auki rúnir í steypu sem var að þorna.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skemmdarverk eru unnin á heimili Söndru en Ellý Ármanns, fréttakona á Vísi, hefur fylgst með Söndru þar sem hún hefur unnið hörðum höndum að því að gera upp húsið.

Það var í niðurníðslu þegar hún keypti húsið, sem hafði staðið mannlaust í talsverðan tíma, fyrir utan þann tíma sem hústökufólk bjó í því.

Söndru er verulega brugðið en eggjum var einnig kastað í húsið fyrir nokkru. Ýmislegt bendir til þess að sömu aðilar hafi verið á ferð þá þar sem það var einnig búið að krota rúnir á húsið að utanverðu í það skiptið.

Sandra kærði ekki fyrra atvikið en fékk nóg í morgun. Þá blöstu skemmdarverkin við henni.

Hún segist hafa sínar hugmyndir um það hver hafi verið að verki, en geti ekkert sannað. Aðspurð segist hún ekki vita hvað þessar rúnir þýða: „Þetta þýðir örugglega vont karma eða eitthvað."

Hægt er að horfa á eyðilegginguna og viðbrögð Söndru í viðtali sem Ellý tók við hana hér fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×