Innlent

Herbert þarf að greiða fyrir þakviðgerðina

Herbert Guðmundsson.
Herbert Guðmundsson.
Dómur er fallinn í „þakmálinu" svokallaða, en þar stríddi Herbert Guðmundsson söngvari við nágranna sína og neitaði að taka þátt í viðgerðum á raðhúsalengjunni sem hann býr í. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Herbert ætti að greiða 3,6 milljónir króna til húsfélagsins auk 1,5 milljóna í málskostnað.

Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin í heild sinni væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina.

Málinu var vísað frá Hæstarétti árið 2009 en húsfélagið höfðaði nýtt mál gegn Herberti og hafði betur nú. Ekki er vitað hvort Herbert hyggist áfrýja málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×