Eigandi Rottweilertíkar boðaður til yfirheyrslu Erla Hlynsdóttir skrifar 4. maí 2011 16:10 Eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunnar á Akureyri á morgun vegna hvarfs tíkarinnar úr vörslu lögreglunnar á Selfossi. Mæti eigandinn ekki til yfirheyrslu getur lögregla gripið til þess að óska eftir því hjá dómara að eigandinn verði færður til yfirheyrslu, og þar með handtekinn. Ekki er þó búist við að til þess þurfi að koma. „Við erum að rannsaka hver nam hana á brott," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um hvarf tíkarinnar. Hún hafði verið vistuð á hundahóteli síðustu vikur, að kröfu lögreglu, á meðan ákvörðun yrðu tekin um framtíð hennar. Eins og fréttastofa hefur greint frá stóð til að tíkinni yrðu lógað eftir að hún beit konu. Eigandinn var því mótfallin og réði sér lögmann.Dómari hafnaði heimild til húsleitar Eftir að tíkin hvarf af hundahótelinu óskaði lögreglan á Selfossi óskaði eftir því að fá heimild til húsleitar hjá eiganda, sem var búsettur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi en er nú fluttur til Akureyrar. Dómari vildi ekki veita slíka heimild þar sem ekki hefðu komið fram sannanir um að eigandinn hefði rænt hundinum af hundahótelinu. Þorgrímur Óli staðfestir hins vegar að farið hafi verið fram á húsleitarheimildina vegna þess að eigandinn sé grunaður um einmitt það. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða vísbendingar lögreglan hefur í þá veru. Þá segir Þorgrímur að fyrir dómi í gær hafi lögmaður eigandans staðfest að tíkin væri nú á heimili eigandans á Akureyri. Vegna þess hefur lögreglan á Akureyri nú boðað hann til yfirheyrslu á morgun. Lögreglan á Selfossi íhugar nú næstu skref í rannsókninni. Til greina kemur að úrskurði héraðsdóms frá í gær, þar sem beiðni um húsleitarheimild var synjað, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þá er einnig möguleiki að lögreglan fari fram á það við dómara að eigandanum verði hreinlega gert að afhenda hundinn, nú þegar ljóst er að hundurinn er í hans vörslu.Hver ætlar að bera ábyrgð ef illa fer? „Við höfum áhyggjur af því að búið er að meta hundinn hættulegan, af fagfólki. Manni verður bara hugsað til þess ef börn eða fullorðnir verða á vegi hundsins. Hver ætlar að bera ábyrgð á því ef illa fer?" spyr Þorgrímur . Tengdar fréttir Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3. maí 2011 15:54 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunnar á Akureyri á morgun vegna hvarfs tíkarinnar úr vörslu lögreglunnar á Selfossi. Mæti eigandinn ekki til yfirheyrslu getur lögregla gripið til þess að óska eftir því hjá dómara að eigandinn verði færður til yfirheyrslu, og þar með handtekinn. Ekki er þó búist við að til þess þurfi að koma. „Við erum að rannsaka hver nam hana á brott," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um hvarf tíkarinnar. Hún hafði verið vistuð á hundahóteli síðustu vikur, að kröfu lögreglu, á meðan ákvörðun yrðu tekin um framtíð hennar. Eins og fréttastofa hefur greint frá stóð til að tíkinni yrðu lógað eftir að hún beit konu. Eigandinn var því mótfallin og réði sér lögmann.Dómari hafnaði heimild til húsleitar Eftir að tíkin hvarf af hundahótelinu óskaði lögreglan á Selfossi óskaði eftir því að fá heimild til húsleitar hjá eiganda, sem var búsettur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi en er nú fluttur til Akureyrar. Dómari vildi ekki veita slíka heimild þar sem ekki hefðu komið fram sannanir um að eigandinn hefði rænt hundinum af hundahótelinu. Þorgrímur Óli staðfestir hins vegar að farið hafi verið fram á húsleitarheimildina vegna þess að eigandinn sé grunaður um einmitt það. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða vísbendingar lögreglan hefur í þá veru. Þá segir Þorgrímur að fyrir dómi í gær hafi lögmaður eigandans staðfest að tíkin væri nú á heimili eigandans á Akureyri. Vegna þess hefur lögreglan á Akureyri nú boðað hann til yfirheyrslu á morgun. Lögreglan á Selfossi íhugar nú næstu skref í rannsókninni. Til greina kemur að úrskurði héraðsdóms frá í gær, þar sem beiðni um húsleitarheimild var synjað, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þá er einnig möguleiki að lögreglan fari fram á það við dómara að eigandanum verði hreinlega gert að afhenda hundinn, nú þegar ljóst er að hundurinn er í hans vörslu.Hver ætlar að bera ábyrgð ef illa fer? „Við höfum áhyggjur af því að búið er að meta hundinn hættulegan, af fagfólki. Manni verður bara hugsað til þess ef börn eða fullorðnir verða á vegi hundsins. Hver ætlar að bera ábyrgð á því ef illa fer?" spyr Þorgrímur .
Tengdar fréttir Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3. maí 2011 15:54 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3. maí 2011 15:54