Lög um fiskveiðar henta illa í þjóðaratkvæði Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2011 18:26 Lög um stjórnun fiskveiða henta illa til þjóðaratkvæðagreiðslu að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og utanríkisráðherra boðar að komi til greina. Ráðherrann ætti fremur að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar því ekkert verði að langtíma kjarasamningum án slíks samkomulags. Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því sáttanefnd skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og enn bólar ekkert á frumvarpi um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er tekist á um það milli stjórnarflokkanna hversu langt eigi að ganga í breytingunum. Samfylkingin mun vilja ganga lengra en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og semja við útgerðina um styttri nýtingarrétt á fiskveiðiauðlyndinni, eða fimmtán ár. Sá tími verði í raun aðlögunartími að því að opna kerfið upp á gátt. En á meðan ekkert bólar á frumvarpinu, eru kjaraviðræður í uppnámi. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í þingmannanefnd stjórnarflokkanna um málið, segir flokkanna reyndar samstíga um að leigutími veiðiheimilda verði 15 ár. Frumvarpsgerðin sé á lokastigi og frumvarpið muni líta dagsins ljós í næsta mánuði. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að skilyrði Samtaka atvinnulífsins um lendingu varðandi fiskveiðistjórnunina áður en gengið yrði frá samningum, væri tilraun til valdbeitingar sérhagsmuna til að kúga fram vilja sinn. „Það er alveg ljóst hvað almenningur í landinu vill. Hann vill gjörbreytingu á kvótakerfinu og mér sýnist útgerðarmenn vera að setja þetta í þann farveg að þetta mál verði tæplega leyst nema með þjóðaratkvæðagreiðslu úr þessu. Ef harkan er svona mikil hjá þeim," sagði Össur í Bítinu. „Mér finnst bara ágætt að Össur fari að tjá sig um málið því hann er einn af þessum mönnum sem gæti leyst þetta mál ef hann færi og fengi að beita sér í því," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafi viljað tryggja við gerð skammtímasamnings að aðilar héldu áfram að tala saman um langtímalausnir, en héldu ekki út í nóttina og byrjuðu að rífast. „Þetta skiptir bara öllu máli. Að við séum að ná saman og hafa samvinnu og ná samstöðu með ríkisstjórninni líka um öll þessi nauðsynlegu mál fyrir land og þjóð," segir Vilhjálmur. En hvað getur þetta mál hangið í óvissu lengi, er ekki pattstaða í málunum? „Ég held að svo reyndur stjórnmálamaður sem forsætisráðherra er hljóti að sjá að á endanum þarf að leysa þetta mál með sátt og samningum eins og önnur mál." Þetta mál henti hins vegar illa til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Sjávarútvegsmálin og þessi löggjöf um fiskveiðar er lifandi löggjöf sem þarf alltaf að breyta öðru hverju eftir aðstæðum. Og það getur verið mjög óhöndulegt ef þarf alltaf að setja slíkar breytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Vilhjálmur. Best væri að ná þokkalega víðtækri sátt um málið, þannig að greinin geti starfað eðlilega og stjórnmálamenn lifað með slíkri sátt. Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Lög um stjórnun fiskveiða henta illa til þjóðaratkvæðagreiðslu að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og utanríkisráðherra boðar að komi til greina. Ráðherrann ætti fremur að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar því ekkert verði að langtíma kjarasamningum án slíks samkomulags. Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því sáttanefnd skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og enn bólar ekkert á frumvarpi um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er tekist á um það milli stjórnarflokkanna hversu langt eigi að ganga í breytingunum. Samfylkingin mun vilja ganga lengra en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og semja við útgerðina um styttri nýtingarrétt á fiskveiðiauðlyndinni, eða fimmtán ár. Sá tími verði í raun aðlögunartími að því að opna kerfið upp á gátt. En á meðan ekkert bólar á frumvarpinu, eru kjaraviðræður í uppnámi. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í þingmannanefnd stjórnarflokkanna um málið, segir flokkanna reyndar samstíga um að leigutími veiðiheimilda verði 15 ár. Frumvarpsgerðin sé á lokastigi og frumvarpið muni líta dagsins ljós í næsta mánuði. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að skilyrði Samtaka atvinnulífsins um lendingu varðandi fiskveiðistjórnunina áður en gengið yrði frá samningum, væri tilraun til valdbeitingar sérhagsmuna til að kúga fram vilja sinn. „Það er alveg ljóst hvað almenningur í landinu vill. Hann vill gjörbreytingu á kvótakerfinu og mér sýnist útgerðarmenn vera að setja þetta í þann farveg að þetta mál verði tæplega leyst nema með þjóðaratkvæðagreiðslu úr þessu. Ef harkan er svona mikil hjá þeim," sagði Össur í Bítinu. „Mér finnst bara ágætt að Össur fari að tjá sig um málið því hann er einn af þessum mönnum sem gæti leyst þetta mál ef hann færi og fengi að beita sér í því," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafi viljað tryggja við gerð skammtímasamnings að aðilar héldu áfram að tala saman um langtímalausnir, en héldu ekki út í nóttina og byrjuðu að rífast. „Þetta skiptir bara öllu máli. Að við séum að ná saman og hafa samvinnu og ná samstöðu með ríkisstjórninni líka um öll þessi nauðsynlegu mál fyrir land og þjóð," segir Vilhjálmur. En hvað getur þetta mál hangið í óvissu lengi, er ekki pattstaða í málunum? „Ég held að svo reyndur stjórnmálamaður sem forsætisráðherra er hljóti að sjá að á endanum þarf að leysa þetta mál með sátt og samningum eins og önnur mál." Þetta mál henti hins vegar illa til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Sjávarútvegsmálin og þessi löggjöf um fiskveiðar er lifandi löggjöf sem þarf alltaf að breyta öðru hverju eftir aðstæðum. Og það getur verið mjög óhöndulegt ef þarf alltaf að setja slíkar breytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Vilhjálmur. Best væri að ná þokkalega víðtækri sátt um málið, þannig að greinin geti starfað eðlilega og stjórnmálamenn lifað með slíkri sátt.
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira