Innlent

Átti fremur von á dauða sínum en úrskurði kærunefndarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála kom Jóhönnu á óvart. Mynd/ GVA.
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála kom Jóhönnu á óvart. Mynd/ GVA.
„Á dauða mínum átti ég von frekar en því að einhverjir kæmust að þeirri niðurstöðu að ég hefði brotið jafnréttislög,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í bréfi sem hún sendi félögum sínum í Samfylkingunni í dag. Ástæðan er úrskurður kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu hefði Jóhanna brotið jafnréttislög.

„Fátt hefur enda staðið mér nær í pólitísku starfi mínu en baráttan fyrir jafnrétti kynjanna og í nafni þeirrar baráttu ekki síst tók ég að mér það verkefni að verða formaður Samfylkingarinnar og fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands. Með nýjum úrskurði kærunefndar jafnréttismála stend ég hinsvegar í þessum sporum og veit varla hvaðan á mig stendur veðrið,“ segir Jóhanna.

Þá segir Jóhanna að til að tryggja að faglega væri að öllu staðið hafi forsætisráðuneytið fengið til liðs við sig utanaðkomandi mannauðsráðgjafa sem hafi mikla starfsreynslu á þessu sviði, bæði hér heima og erlendis. Hann hafi meðal annars komið að mótun mannauðsstefnu Stjórnarráðsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×