Ráðherra vill bæta réttarstöðu transfólks 29. mars 2011 14:43 Guðbjartur hefur skipað nefnd til að gera tillögur að úrbótum fyrir transfólk Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur að úrbótum um réttarstöðu transfólks (transgender) á Íslandi með hliðsjón af áliti umboðsmanns Alþingis og tillögu til þingsályktunar um málefni þeirra sem lögð var fram á síðasta þingi. Í máli því sem umboðsmaður Alþingis tók til umfjöllunar (mál nr. 4919/2007) varð niðurstaða hans í fyrsta lagi sú að vekja athygli stjórnvalda á nauðsyn þess að lagt verði mat á hvort setja þurfi skýrari og fyllri reglur um rétt einstaklinga sem haldnir eru kynskiptahneigð, eins og það er orðað á vef ráðuneytisins, til að óska eftir breytingu á skráningu nafns og eftir atvikum kyns í Þjóðskrá og þá um skyldur stjórnvalda í því sambandi. Í öðru lagi taldi umboðsmaður tilefni til að vekja athygli á nauðsyn þess að meta hvort mæla skuli með skýrum hætti fyrir í lögum um þær reglur sem eiga að gilda um möguleika þess fólks sem um ræðir til að gangast undir leiðréttandi kynskiptiaðgerð. Í því fælist einnig að fjalla um málsmeðferð og skyldur stjórnvalda í því sambandi og þau réttaráhrif sem læknisfræðileg greining á kynskiptahneigð og kynskiptiaðgerðin kann að hafa í för með sér fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga. Lögð var fram tillaga til þingsályktunar um málið á Alþingi í fyrra sem ekki hlaut afgreiðslu en þar var ályktað að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks á Íslandi. Formaður nefndarinnar sem velferðarráðherra hefur skipað er Laufey Helga Guðmundsdóttir, velferðarráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru Skúli Guðmundsson, tilnefndur af innanríkisráðuneytinu, Óttar Guðmundsson, tilnefndur af landlæknisembættinu, Margrét Steinarsdóttir, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands, og Anna K. Kristjánsdóttir, tilnefnd af Trans Ísland. Nefndinni er falið að skila tillögum sínum til velferðarráðherra fyrir árslok 2011. Sjá frétt á vef ráðuneytisins. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur að úrbótum um réttarstöðu transfólks (transgender) á Íslandi með hliðsjón af áliti umboðsmanns Alþingis og tillögu til þingsályktunar um málefni þeirra sem lögð var fram á síðasta þingi. Í máli því sem umboðsmaður Alþingis tók til umfjöllunar (mál nr. 4919/2007) varð niðurstaða hans í fyrsta lagi sú að vekja athygli stjórnvalda á nauðsyn þess að lagt verði mat á hvort setja þurfi skýrari og fyllri reglur um rétt einstaklinga sem haldnir eru kynskiptahneigð, eins og það er orðað á vef ráðuneytisins, til að óska eftir breytingu á skráningu nafns og eftir atvikum kyns í Þjóðskrá og þá um skyldur stjórnvalda í því sambandi. Í öðru lagi taldi umboðsmaður tilefni til að vekja athygli á nauðsyn þess að meta hvort mæla skuli með skýrum hætti fyrir í lögum um þær reglur sem eiga að gilda um möguleika þess fólks sem um ræðir til að gangast undir leiðréttandi kynskiptiaðgerð. Í því fælist einnig að fjalla um málsmeðferð og skyldur stjórnvalda í því sambandi og þau réttaráhrif sem læknisfræðileg greining á kynskiptahneigð og kynskiptiaðgerðin kann að hafa í för með sér fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga. Lögð var fram tillaga til þingsályktunar um málið á Alþingi í fyrra sem ekki hlaut afgreiðslu en þar var ályktað að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks á Íslandi. Formaður nefndarinnar sem velferðarráðherra hefur skipað er Laufey Helga Guðmundsdóttir, velferðarráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru Skúli Guðmundsson, tilnefndur af innanríkisráðuneytinu, Óttar Guðmundsson, tilnefndur af landlæknisembættinu, Margrét Steinarsdóttir, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands, og Anna K. Kristjánsdóttir, tilnefnd af Trans Ísland. Nefndinni er falið að skila tillögum sínum til velferðarráðherra fyrir árslok 2011. Sjá frétt á vef ráðuneytisins.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira