Stjórnmálafræðingur: Brosleg afstaða sjávarútvegsráðherra í selamáli Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 29. mars 2011 19:30 Ísland verður þriðji aðili í máli Kanada gegn Evrópusambandinu vegna innflutningsbanns á selaafurðum, stjórnmálafræðingur segir tilburði sjávarútvegsráðherra í málinu skerpa á átökum innan ríkisstjórnarinnar. Bannað hefur verið að flytja inn selaafurðir til Evrópusambandsríkjanna frá árinu 2010. Kanadamenn kærðu bannið til Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar. Það er sagt grafa undan reglum um sjálfbæra verndun og nýtingu sjávarauðlinda. Íslensk stjórnvöld hafa nú tilkynnt að þau vilji taka þátt í kæru Kanadamanna og vera þar með þriðji aðili í málaferlunum ásamt Noregi, Kólumbíu, Japan, Mexíkó og Bandaríkjunum. Í tilkynningu sem sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér í dag segir að ákvörðunin sé í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar Íslands á alþjóðavettvangi. Deilan snúist í reynd um rétt þjóða til að nýta náttúruauðlindir sínar með sjálfbærum hætti og eiga viðskipti með þær á alþjóðavettvangi. „Í þessu máli er Ísland að stilla sér upp á bak við það prinsipp sem hér hefur verið haldið úti að það eigi að nýta dýraafurðir en það er hins vegar stefna ESB að hvalveiðar og selveiðar gangi gegn náttúruverndarákvæðum þess og ef að Ísland er aðili að ESB þá myndi þetta tvennt ekki samrýmast," segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Með þessarri yfirlýsingu sé Ísland því að staðsetja sig fyrir komandi aðildarviðræður og áhugavert sé að sjávarútvegsráðherra hafi séð ástæðu til að senda sérstaka fréttatilkynningu um þetta mál. „Þarna eru auðvitað sjávarútvegsráðherra, sem er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu, að skerpa á átökunum innan ríkisstjórnarinnar með því að draga þetta málefni fram og stilla sér á einhvern hátt þá upp á móti samstarfsflokknum í þessu máli," segir Eiríkur. Framkoma ráðherrans sé eftirtektarverð og Eiríkur segir sig ekki geta annað en brosað af henni. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Ísland verður þriðji aðili í máli Kanada gegn Evrópusambandinu vegna innflutningsbanns á selaafurðum, stjórnmálafræðingur segir tilburði sjávarútvegsráðherra í málinu skerpa á átökum innan ríkisstjórnarinnar. Bannað hefur verið að flytja inn selaafurðir til Evrópusambandsríkjanna frá árinu 2010. Kanadamenn kærðu bannið til Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar. Það er sagt grafa undan reglum um sjálfbæra verndun og nýtingu sjávarauðlinda. Íslensk stjórnvöld hafa nú tilkynnt að þau vilji taka þátt í kæru Kanadamanna og vera þar með þriðji aðili í málaferlunum ásamt Noregi, Kólumbíu, Japan, Mexíkó og Bandaríkjunum. Í tilkynningu sem sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér í dag segir að ákvörðunin sé í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar Íslands á alþjóðavettvangi. Deilan snúist í reynd um rétt þjóða til að nýta náttúruauðlindir sínar með sjálfbærum hætti og eiga viðskipti með þær á alþjóðavettvangi. „Í þessu máli er Ísland að stilla sér upp á bak við það prinsipp sem hér hefur verið haldið úti að það eigi að nýta dýraafurðir en það er hins vegar stefna ESB að hvalveiðar og selveiðar gangi gegn náttúruverndarákvæðum þess og ef að Ísland er aðili að ESB þá myndi þetta tvennt ekki samrýmast," segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Með þessarri yfirlýsingu sé Ísland því að staðsetja sig fyrir komandi aðildarviðræður og áhugavert sé að sjávarútvegsráðherra hafi séð ástæðu til að senda sérstaka fréttatilkynningu um þetta mál. „Þarna eru auðvitað sjávarútvegsráðherra, sem er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu, að skerpa á átökunum innan ríkisstjórnarinnar með því að draga þetta málefni fram og stilla sér á einhvern hátt þá upp á móti samstarfsflokknum í þessu máli," segir Eiríkur. Framkoma ráðherrans sé eftirtektarverð og Eiríkur segir sig ekki geta annað en brosað af henni.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira