Innlent

Sendi Japanskeisara samúðarkveðjur frá íslensku þjóðinni

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Akihito Japanskeisara samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni.

Í skeytinu kemur fram að hinar hræðilegur afleiðingar jarðskjálftanna hafi vakið djúpa samúð og hugur Íslendinga sé með fjölskyldum og vinum þeirra sem látist hafa og einnig þeim sem misst hafa heimili sín og búa nú við óvissa framtíð.

Þá segir að vinátta Íslands og Japans sé byggð á langvarandi samvinnu og Íslendingar þekki jarðskjálfta og náttúruhamfarir af eigin raun þótt reynsla okkar hafi blessunarlega ekki verið eins sár og sú sem nú þjáir hina japönsku þjóð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×