Innlent

Íslenskir búddistar biðja fyrir Japönum

Hefðbundið Búddalíkneski.
Hefðbundið Búddalíkneski.
Soka Gakkai búddistar á Íslandi verða alla vikuna, frá mánudegi til sunnudags, með bænakyrjun í menningarmiðstöð samtakanna.

Á sunnudag verður sérstök minningarathöfn fyrir fórnarlömb nátúruhamfaranna í Japan. Beðið verður fyrir japönsku þjóðinni og öllum sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna. Þá verður einnig beðið fyrir þeim sem hafa látist, þeim sem er saknað og fjölskyldum þeirra.

Menningarmiðstöðin er til húsa að Bíldshöfða 16. Frá mánudegi til föstudags verður beðið á milli 19 og 20. Laugardag frá 10 til 14 og á sunnudag klukkan 17.

SGI samtökin, sem eru upprunnin frá Japan, eru friðar- menntunar- og menningarsamtök búddista, sem starfa um allan heim og eru aðildarfélag að friðarráði Sameinuðu þjóðanna.

Öllum er velkomið að kíkja við í miðstöðinni í vikunni, segir í tilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×