Siv ætlar að segja já við Icesave samningnum Boði Logason skrifar 27. febrúar 2011 16:42 Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef gert það upp við mig að ég mun greiða atkvæði með samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún, ásamt Guðmundi Steingrímssyni, sat hjá í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum þegar samningurinn var samþykktur en sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti samningnum. „Ég vildi ekki greiða atkvæði á móti samningum því ég taldi enga aðra lausn betri í stöðunni og ég greiddi ekki atkvæði með samningnum því ég taldi að ég ætti ekki að bera ábyrgð á honum sem slíkum. En ég studdi þjóðaratkvæðagreiðslumálið og úr því að málið fer í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá mun ég mæta á kjörstað og segja já," segir hún.Meiri líkur en minni að málið tapist fyrir dómstólum Hún segir þrjá kosti vera í stöðunni. „Að segja já við samningnum sem nú liggur á borðinu, reyna ná betri samningi eða fara með málið fyrir dómstóla. Mér finnst mjög ólíklegt að það verði hægt að ná betri samningi og bendi á að þessi samningur er tíu sinnum betri en fyrsti samningurinn. Þá tel ég mun meiri líkur en minni að þetta mál tapist fyrir dómstólum," segir Siv og tekur fram að samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu sé besti kosturinn í stöðunni.Heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál „Ég vil að þjóðin fái að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um lyktir málsins vegna aðdraganda þess. Ég tel að þeir kostir sem eru núna í stöðunni er að segja já eða nei, eða mæta ekki á kjörstað. Ég vil mæta á kjörstað og mun þá segja já," segir Siv. Hún segist vera sammála þeim sem hafa sagt að það séu yfirgnæfandi líkur á að EFTA dómstóllinn muni dæma að Íslendingar eigi að greiða innistæðutrygginguna. „Þar er látið í ljós að dómstólar komist að sömu niðurstöðu og ESA. Að mínu mati eru það því heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál."Skiptar skoðanir í flokknum Hún segir að skiptar skoðanir séu í flokknum um samninginn en hún er eini þingmaðurinn í Framsóknarflokknum sem á þessu stigi hefur sagst ætla að greiða með samningnum. „Menn verða bara að leggja kalt mat á stöðuna. Þetta er mitt mat, að það er alltof áhættusamt að fara með málið fyrir dómstóla og mjög ólíklegt að ná betri samningi. Þá tel ég að við eigum að klára málið með þessum samningi og fara að einbeita okkur að því að byggja hér upp atvinnulífið," segir Siv að lokum. Icesave Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
„Ég hef gert það upp við mig að ég mun greiða atkvæði með samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún, ásamt Guðmundi Steingrímssyni, sat hjá í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum þegar samningurinn var samþykktur en sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti samningnum. „Ég vildi ekki greiða atkvæði á móti samningum því ég taldi enga aðra lausn betri í stöðunni og ég greiddi ekki atkvæði með samningnum því ég taldi að ég ætti ekki að bera ábyrgð á honum sem slíkum. En ég studdi þjóðaratkvæðagreiðslumálið og úr því að málið fer í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá mun ég mæta á kjörstað og segja já," segir hún.Meiri líkur en minni að málið tapist fyrir dómstólum Hún segir þrjá kosti vera í stöðunni. „Að segja já við samningnum sem nú liggur á borðinu, reyna ná betri samningi eða fara með málið fyrir dómstóla. Mér finnst mjög ólíklegt að það verði hægt að ná betri samningi og bendi á að þessi samningur er tíu sinnum betri en fyrsti samningurinn. Þá tel ég mun meiri líkur en minni að þetta mál tapist fyrir dómstólum," segir Siv og tekur fram að samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu sé besti kosturinn í stöðunni.Heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál „Ég vil að þjóðin fái að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um lyktir málsins vegna aðdraganda þess. Ég tel að þeir kostir sem eru núna í stöðunni er að segja já eða nei, eða mæta ekki á kjörstað. Ég vil mæta á kjörstað og mun þá segja já," segir Siv. Hún segist vera sammála þeim sem hafa sagt að það séu yfirgnæfandi líkur á að EFTA dómstóllinn muni dæma að Íslendingar eigi að greiða innistæðutrygginguna. „Þar er látið í ljós að dómstólar komist að sömu niðurstöðu og ESA. Að mínu mati eru það því heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál."Skiptar skoðanir í flokknum Hún segir að skiptar skoðanir séu í flokknum um samninginn en hún er eini þingmaðurinn í Framsóknarflokknum sem á þessu stigi hefur sagst ætla að greiða með samningnum. „Menn verða bara að leggja kalt mat á stöðuna. Þetta er mitt mat, að það er alltof áhættusamt að fara með málið fyrir dómstóla og mjög ólíklegt að ná betri samningi. Þá tel ég að við eigum að klára málið með þessum samningi og fara að einbeita okkur að því að byggja hér upp atvinnulífið," segir Siv að lokum.
Icesave Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira