Innlent

Einelti af verstu gerð

Átján ára dóttir Ingunnar Hrundar Einarsdóttur varð fyrir óskemmtilegri reynslu í morgun þegar hún sá sér til mikillar skelfingar að bíllinn hennar, silfurlitaður Nissan Almera árgerð 2001, var ekki ökufær því einhverjir höfðu í skugga nætur brotið öll ljósin og rúðuþurkurnar. Þá voru kopparnir fjarlægðir, loft tekið úr dekkjum og eggjum grýtt í framrúðu bílsins.

"Hún er á nítjánda ári með ódæmigerða einhverfu," sagði Ingunn en dóttir hennar tók strætó í vinnuna í morgun þrátt fyrir að vera í sjokki. Dóttir Ingunnar hefur þurft að þola einelti síðan hún var átta ára gömul. Stúlkan var greind með einhverfu fjórtán ára gömul en hún hefur þurft að skipta um skóla einu sinni sökum eineltis.

Ingunn, sem býr í Breiðholti, biður þá sem framkvæmdu verknaðinn að gefa sig fram.

Sjá viðtalið við Ingunni og ástand bílsins í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×