Enski boltinn

Villas-Boas dreymir um að taka þátt í Dakar-kappakstrinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea.
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea. Mynd/AP
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur ekki aðeins mikinn áhuga á fótbolta því hann er mikill mótorhjóla-aðdáandi og dreymir um að taka þátt í Dakar-rallinu einhvern tímann á ævinni.

Villas-Boas var mótórhjólakappi á sínum yngri árum og missti ekki áhugann þótt að hann hafi lent í slysi.

„Fyrsta hjólið mitt var með alvöru 350-vél. Ég tók þátt í landskeppni í Portúgal þar sem ég handleggsbrotnaði. Ég var þá að þjálfa unglingaliðið hjá Porto," segir Andre Villas-Boas.

Andre Villas-Boas á fimm mótorhjól og á tólf bíla með öðrum en margir þeirra eru klassískir kaggar.

„Ég á nokkur hjól sem hafa tekið þátt í Dakar-rallinu. Ég myndi vilja fá tækifæri til að keppa í Dakar-rallinu en það er bara svo dýrt," segir Villas-Boas.

„Ég er svolítið viltur í áhuga mínum á Enduro-hjólum. Ég fer upp í fjöll og nærri því drep mig í glannaskap. Það er frábær tilfinning. Þetta er mín leið til að losna við daglega stressið. Ég hef mikla adrennalínþörf og þarna fæ ég útrás fyrir hana," sagði Andre Villas-Boas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×