Baráttan erfiða um orðsporið 2. október 2011 13:00 Þegar í óefni er komið veltir Starkaður Leví, helsta persóna skáldsögunnar Mannorðs eftir Bjarna Bjarnason, því fyrir sér hvort hægt sé að kaupa nýtt mannorð. Fréttablaðið/Anton Bjarni Bjarnason rithöfundur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni. „Sögupersónan elti mig eins og skugginn um kaffihús, flugvélar, flugstöðvar og hótel og ég saknaði hennar dálítið þegar ég þurfti að skilja við hana. Ef ég glugga í bókina núna er ég ekki að spá í hana sem bókmenntaverk, heldur að gá hvernig gamall félagi minn hefur það," segir Bjarni Bjarnason rithöfundur um níundu skáldsögu sína, Mannorð, sem kom út í síðustu viku. Að sögn Bjarna flaug téð sögupersóna, Starkaður Leví, of nærri sólu á útrásartímanum og brenndi vængina. Í bókinni nýtur hann hins ljúfa lífs erlendis en fer svo að sakna heimahaganna og áttar sig á að hann þráir viðurkenningu frá sínu eigin fólki. Þegar til Íslands er komið biður Starkaður þjóðina opinberlega fyrirgefningar en lendir þess í stað í stökustu vandræðum. Honum er bolað út af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu, hrint í Kringlunni og fleira í þeim dúr. Þegar ofan á bætist hugsanlegur fangelsisdómur vaknar hjá honum sú hugmynd hvort mögulegt sé að kaupa sér nýtt mannorð. Leiða þær umleitanir Starkað að Almari Loga, vel liðnum rithöfundi sem undir niðri hefur glatað trú á samfélag sitt. Bjarni, sem hóf að skrifa Mannorð í apríl í fyrra, nýtti sér meðal annars munnmælasögur um þær viðtökur sem útrásarvíkingar höfðu fengið í sínu daglega lífi eftir hrunið við skriftirnar. Hann segist hafa beðið marga um að lesa handritið að bókinni yfir, þar á meðal fólk sem tengt er viðskiptaheiminum. „Í ljós kom að lesendur meta það með mismunandi hætti hvernig gott mannorð verður til. Baráttan um orðsporið er mikið til barátta um „status" í borgaralegum heimi. Menn geta átt allt, sem sýnir út á við að þeir séu búnir að sigra í lífinu, en verið samt hataðir. Þá verður bersýnilegt að mannorð veltur á fullkomlega huglægum gildum, hverfulum samskiptum allt niður í hvort einhver brosti falskt eða ekki á svipulu augnabliki. Að reyna að stjórna orðspori getur verið eins og að reyna að stjórna vindinum. Það er þó nokkuð sem Starkaður Leví reynir að gera í sögunni með miklum en umdeilanlegum árangri," segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni afar dularfulla tilfinningu fylgja því að senda frá sér þessa bók. „Allt breyttist hjá mér. Ég skrifaði bókina mest á kaffihúsinu Súfistanum. Þegar ég var búinn með bókina var kaffihúsinu lokað og innréttingin rifin niður, sem er óhugnanlega mikið í anda sögunnar. Á sama tíma þurrkaðist Facebook-síðan mín út og hefur ekkert bólað á henni síðan, sem er enn meira í anda sögunnar. Ég get því með sanni sagt að þegar ég hafi látið verkið frá mér hafi ég glatað stórum hluta af sjálfum mér. Núna er ég að leita að nýju kaffihúsi til að vinna á, nýju Facebook-sjálfi og áhugaverðri sögupersónu. Allar hugmyndir eru vel þegnar." kjartan@frettabladid.is Menning Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
Bjarni Bjarnason rithöfundur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni. „Sögupersónan elti mig eins og skugginn um kaffihús, flugvélar, flugstöðvar og hótel og ég saknaði hennar dálítið þegar ég þurfti að skilja við hana. Ef ég glugga í bókina núna er ég ekki að spá í hana sem bókmenntaverk, heldur að gá hvernig gamall félagi minn hefur það," segir Bjarni Bjarnason rithöfundur um níundu skáldsögu sína, Mannorð, sem kom út í síðustu viku. Að sögn Bjarna flaug téð sögupersóna, Starkaður Leví, of nærri sólu á útrásartímanum og brenndi vængina. Í bókinni nýtur hann hins ljúfa lífs erlendis en fer svo að sakna heimahaganna og áttar sig á að hann þráir viðurkenningu frá sínu eigin fólki. Þegar til Íslands er komið biður Starkaður þjóðina opinberlega fyrirgefningar en lendir þess í stað í stökustu vandræðum. Honum er bolað út af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu, hrint í Kringlunni og fleira í þeim dúr. Þegar ofan á bætist hugsanlegur fangelsisdómur vaknar hjá honum sú hugmynd hvort mögulegt sé að kaupa sér nýtt mannorð. Leiða þær umleitanir Starkað að Almari Loga, vel liðnum rithöfundi sem undir niðri hefur glatað trú á samfélag sitt. Bjarni, sem hóf að skrifa Mannorð í apríl í fyrra, nýtti sér meðal annars munnmælasögur um þær viðtökur sem útrásarvíkingar höfðu fengið í sínu daglega lífi eftir hrunið við skriftirnar. Hann segist hafa beðið marga um að lesa handritið að bókinni yfir, þar á meðal fólk sem tengt er viðskiptaheiminum. „Í ljós kom að lesendur meta það með mismunandi hætti hvernig gott mannorð verður til. Baráttan um orðsporið er mikið til barátta um „status" í borgaralegum heimi. Menn geta átt allt, sem sýnir út á við að þeir séu búnir að sigra í lífinu, en verið samt hataðir. Þá verður bersýnilegt að mannorð veltur á fullkomlega huglægum gildum, hverfulum samskiptum allt niður í hvort einhver brosti falskt eða ekki á svipulu augnabliki. Að reyna að stjórna orðspori getur verið eins og að reyna að stjórna vindinum. Það er þó nokkuð sem Starkaður Leví reynir að gera í sögunni með miklum en umdeilanlegum árangri," segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni afar dularfulla tilfinningu fylgja því að senda frá sér þessa bók. „Allt breyttist hjá mér. Ég skrifaði bókina mest á kaffihúsinu Súfistanum. Þegar ég var búinn með bókina var kaffihúsinu lokað og innréttingin rifin niður, sem er óhugnanlega mikið í anda sögunnar. Á sama tíma þurrkaðist Facebook-síðan mín út og hefur ekkert bólað á henni síðan, sem er enn meira í anda sögunnar. Ég get því með sanni sagt að þegar ég hafi látið verkið frá mér hafi ég glatað stórum hluta af sjálfum mér. Núna er ég að leita að nýju kaffihúsi til að vinna á, nýju Facebook-sjálfi og áhugaverðri sögupersónu. Allar hugmyndir eru vel þegnar." kjartan@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira