Lokkar hrefnuna af leið 24. ágúst 2011 06:00 Myndin er úr safni. Svo virðist sem hrefnan hafi breytt matarvenjum sínum. Það kemur hrefnuveiðimönnum í bobba, en þeir finna hana ekki lengur á þeim slóðum þar sem hún hefur haldið sig síðustu ár. Mikið liggur við að finna hrefnuna, að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna, því eftirspurnin eftir hrefnukjöti er mikil hér á landi. „Við höfum séð þegar við opnun hrefnuna að hún er full af makríl,“ útskýrir Gunnar. „Og eins og við vitum þá er makríllinn á mikilli hreyfingu og hrefnan virðist vera að elta hann sem gerir okkur erfiðara fyrir að finna hana.“ Áður var á vísan að róa á Faxaflóa en nú ætla hrefnuveiðimenn að leita hrefnunnar á Breiðafirði. Magnús Gunnþórsson, skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Eldingu, segist oft hafa ratað á hrefnuna en hún sé á mikilli hreyfingu. Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri Kaupáss, segir hrefnukjötið seljast í tonnavís í verslunum fyrirtækisins. Hann segir það hafa fest sig í sessi sem úrvals grillkjöt. „Það sést best á því að ef við tökum aðeins einstaka vöruliði hjá okkur í grillmat þá er marineraða hrefnukjötið vinsælasti vöruliðurinn,“ segir hann. „Inni í því er ekki salan á hrefnukjöti sem við erum með í kjötborðinu hjá okkur.“ Hrefnukjötið hefur einnig selst vel á veitingastöðum að sögn Gunnars. Elísabet Jean Skúladóttir, rekstrarstjóri Sægreifans, segir að á síðustu þremur árum hafi salan á hrefnukjöti nær þrefaldast. „Það eru mest erlendir ferðamenn sem fá sér hrefnukjöt en þó hef ég tekið eftir því að í sumar fór það líka að færast í aukana hjá Íslendingum,“ segir hún. Hún segir enn fremur að það sé mikið um að fólk komi úr hvalaskoðun og fái sér hrefnukjöt. - jse Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Svo virðist sem hrefnan hafi breytt matarvenjum sínum. Það kemur hrefnuveiðimönnum í bobba, en þeir finna hana ekki lengur á þeim slóðum þar sem hún hefur haldið sig síðustu ár. Mikið liggur við að finna hrefnuna, að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna, því eftirspurnin eftir hrefnukjöti er mikil hér á landi. „Við höfum séð þegar við opnun hrefnuna að hún er full af makríl,“ útskýrir Gunnar. „Og eins og við vitum þá er makríllinn á mikilli hreyfingu og hrefnan virðist vera að elta hann sem gerir okkur erfiðara fyrir að finna hana.“ Áður var á vísan að róa á Faxaflóa en nú ætla hrefnuveiðimenn að leita hrefnunnar á Breiðafirði. Magnús Gunnþórsson, skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Eldingu, segist oft hafa ratað á hrefnuna en hún sé á mikilli hreyfingu. Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri Kaupáss, segir hrefnukjötið seljast í tonnavís í verslunum fyrirtækisins. Hann segir það hafa fest sig í sessi sem úrvals grillkjöt. „Það sést best á því að ef við tökum aðeins einstaka vöruliði hjá okkur í grillmat þá er marineraða hrefnukjötið vinsælasti vöruliðurinn,“ segir hann. „Inni í því er ekki salan á hrefnukjöti sem við erum með í kjötborðinu hjá okkur.“ Hrefnukjötið hefur einnig selst vel á veitingastöðum að sögn Gunnars. Elísabet Jean Skúladóttir, rekstrarstjóri Sægreifans, segir að á síðustu þremur árum hafi salan á hrefnukjöti nær þrefaldast. „Það eru mest erlendir ferðamenn sem fá sér hrefnukjöt en þó hef ég tekið eftir því að í sumar fór það líka að færast í aukana hjá Íslendingum,“ segir hún. Hún segir enn fremur að það sé mikið um að fólk komi úr hvalaskoðun og fái sér hrefnukjöt. - jse
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira