Íslenski boltinn

Denis Sytnik líklega ekki meira með í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Denis Sytnik í leik með ÍBV í Evrópukeppninni í sumar.
Denis Sytnik í leik með ÍBV í Evrópukeppninni í sumar. Mynd/HAG
Sóknarmaðurinn Denis Sytnik mun líklega ekki spila meira með ÍBV í sumar vegna hnémeiðsla. Hann hefur ekkert getað æft með Eyjamönnum síðustu þrjár vikurnar.

Þetta staðfesti þjálfari ÍBV, Heimir Hallgrímsson, í samtali við Vísi í dag. „Það er líklegt að tímabilið sé búið hjá honum. Við erum að reyna að komast til botns í þessu en eins og málin standa nú er það líklegasta niðurstaðan.“

Sytnik hefur komið við sögu í tíu deildarleikjum með ÍBV í sumar en reyndar ekki náð að skora. Hann er þar að auki eini hreinræktaði sóknarmaðurinn í leikmannahópi ÍBV sem mætir KR í toppslag Pepsi-deildar karla á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×