Innlent

Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar

Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar.

Á Þorvaldseyri var verið að rækta repju í byrjun júnímánaðar í fyrra í þeim tilgangi að vinna úr henni eldsneyti til að nota á farartæki. Þetta er tilraunaverkefni í samstarfi við Siglingastofnun en þar á bæ unnu menn samtímis að því að vinna olíu úr repju en það var gert með því að kreista úr henni vökvann og eima. Repujolíu var svo hellt á vél og hún ræst.

Bóndinn á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson, hyggst halda áfram með repjuverkefnið og reisa tilraunaverksmiðju jafnvel þegar í næsta mánuði á jörðinni þrátt fyrir að hann hafi nú vegna öskufalls ákveðið gera hlé á hefðbundnum búskap.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×