Innlent

Oddviti Samfylkingar: „Ég er mjög bjartsýn“

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi

„Það hafa ekki komið upp nein ágreiningsmál enn þá," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi í samtali við Vísi.is. Viðræður milli Samfylkingar, Næst besta flokksins, Lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna munu halda áfram í dag um hugsanlegt meirihlutasamstarf. Það yrði í fyrsta skiptið í tuttugu ár sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fara ekki með völd í bænum, ef flokkarnir ná að mynda meirihluta.

Flokkarnir fjórir funduðu í gær og býst Guðríður við því að flokkarnir muni funda fram á kvöld. „Við erum bara að vinna í málefnunum og ætlum að taka langan og góðan fund í dag." Hún segir að viðræðurnar ganga vel og allt sé á góðri leið. „Ég er mjög bjartsýn."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×