Segir upplýsingum hafa verið haldið frá sér 15. september 2010 17:46 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andsvari sínu til þingmannanefndarinnar sem vann úr rannsóknarskýrslu Alþingis, að upplýsingum hefði verið haldið frá sér. Í bréfi Ingibjargar segir orðrétt: „Skömmu áður en ég skilaði inn andmælum mínum til rannsóknarnefndar Alþingis varð mér kunnugt um að ýmis gögn höfðu verið kynnt og lögð fram í samstarfsnefnd forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka sem eðlilegt hefði verið að rötuðu með einhverjum hætti inn í ríkisstjórn og ég hefði verið upplýst um sem oddviti annars stjórnarflokksins, m.a. á fyrrnefndum upplýsingafundum með stjórn Seðlabankans. Mér varð það enn frekar ljóst að mikilvægum upplýsingum hafði verið haldið frá mér þegar ég las skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Meðal upplýsinga sem Ingibjörg segist ekki hafa vitað af var bréf frá Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands, þar sem hann hafnaði beiðni Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisskiptasamning. Þá vissi hún ekki að hann hefði boðið aðstoð til þess að hjálpa Íslendingum að minnka bankakerfið eins og fram kom í rannsóknarskýrslu Alþingis. Eftirfarandi upplýsingar var haldið frá Ingibjörgu að hennar sögn: Skjal Andrews Gracie frá 29. febrúar tekið saman fyrir Seðlabankann. (19. kafli, bls. 132-133) Minnisblað frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands frá 1. apríl: ,,Úrræði stjórnvalda gegn óróleika á fjármálamörkuðum" (19. kafli, bls. 150-152) Skjal frá Seðlabanka Íslands dags. 1. apríl ,,Mat á kostnaði vegna breyttra skilyrða á fjármálamarkaði". (19. kafli, bls. 152) Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 14. apríl, send Seðlabankanum og stimpluð sem algert trúnaðarmál. (19. kafli, bls. 161-162) Skjal sem lagt var fram í samráðshópnum 21. apríl: ,,Sviðsmynd fjármálaáfalls" (19. kafli, bls. 165-166) Vinnuskjal frá Seðlabanka Íslands dags. 7. júlí: ,,Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli." (19. kafli, bls. 189-196) Í lok bréfsins, sem lesa má í heild hér fyrir neðan, skrifar Ingibjörg: „Þegar mál eru skoðuð í því ljósi verður heldur ankannalegt að telja að ég hafi haft einhverja þá vitneskju eða afl sem þurfti til að forða fjármálakerfinu frá falli." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andsvari sínu til þingmannanefndarinnar sem vann úr rannsóknarskýrslu Alþingis, að upplýsingum hefði verið haldið frá sér. Í bréfi Ingibjargar segir orðrétt: „Skömmu áður en ég skilaði inn andmælum mínum til rannsóknarnefndar Alþingis varð mér kunnugt um að ýmis gögn höfðu verið kynnt og lögð fram í samstarfsnefnd forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka sem eðlilegt hefði verið að rötuðu með einhverjum hætti inn í ríkisstjórn og ég hefði verið upplýst um sem oddviti annars stjórnarflokksins, m.a. á fyrrnefndum upplýsingafundum með stjórn Seðlabankans. Mér varð það enn frekar ljóst að mikilvægum upplýsingum hafði verið haldið frá mér þegar ég las skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Meðal upplýsinga sem Ingibjörg segist ekki hafa vitað af var bréf frá Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands, þar sem hann hafnaði beiðni Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisskiptasamning. Þá vissi hún ekki að hann hefði boðið aðstoð til þess að hjálpa Íslendingum að minnka bankakerfið eins og fram kom í rannsóknarskýrslu Alþingis. Eftirfarandi upplýsingar var haldið frá Ingibjörgu að hennar sögn: Skjal Andrews Gracie frá 29. febrúar tekið saman fyrir Seðlabankann. (19. kafli, bls. 132-133) Minnisblað frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands frá 1. apríl: ,,Úrræði stjórnvalda gegn óróleika á fjármálamörkuðum" (19. kafli, bls. 150-152) Skjal frá Seðlabanka Íslands dags. 1. apríl ,,Mat á kostnaði vegna breyttra skilyrða á fjármálamarkaði". (19. kafli, bls. 152) Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 14. apríl, send Seðlabankanum og stimpluð sem algert trúnaðarmál. (19. kafli, bls. 161-162) Skjal sem lagt var fram í samráðshópnum 21. apríl: ,,Sviðsmynd fjármálaáfalls" (19. kafli, bls. 165-166) Vinnuskjal frá Seðlabanka Íslands dags. 7. júlí: ,,Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli." (19. kafli, bls. 189-196) Í lok bréfsins, sem lesa má í heild hér fyrir neðan, skrifar Ingibjörg: „Þegar mál eru skoðuð í því ljósi verður heldur ankannalegt að telja að ég hafi haft einhverja þá vitneskju eða afl sem þurfti til að forða fjármálakerfinu frá falli."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Sjá meira