Innlent

Rataði aftur í hús skáldsins

Munnharpa Davíðs Stefánssonar.
Munnharpa Davíðs Stefánssonar.

Munnharpa Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi rataði heim í Davíðshús á Akureyri í vikunni, eftir að hafa verið löngu talin glötuð.

Jón B. Guðlaugsson kom færandi hendi á miðvikudag með slitna munnhörpu sem Davíð átti forðum daga en hana hafði Árni Kristjánsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, gefið Jóni seint á síðustu öld. Árni og Davíð voru miklir vinir og í bókinni Endurminningar samferðamanna skrifaði Árni kafla um Davíð vin sinn og nefnir þar meðal annars að hann hafi orðið vitni að því að skáldið kunni listavel að spila á munnhörpu. - sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×