Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ Boði Logason skrifar 2. október 2010 16:45 Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar Mynd/Ísak Örn „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. Fækka þarf sjúkrarúmum á stofnuninni úr 39 í 23 og þarf stofnunin að skera niður um tæplega hálfan milljarð. „Menn eru búnir að fá hvern niðurskurðinn af fætur öðrum og menn skilja alveg að ríkið þurfi að skera niður, en það þarf að horfa í staðsetningar á sjúkrahúsum," segir Jón Björn. Hann segir að niðurskurðinum verði mótmælt. „Við munum mótmæla, við sveitastjórnarmenn hér fyrir austan höfum rætt okkar á milli í morgun. Menn eru samstíga í því öllu," segir Jón Björn er bæjarstjórn mun funda í næstu viku. „Hér er gríðarleg útgerð, fiskvinnsla og iðnaður, þetta eru allt starfsgreinar þar sem sjúkrahúsþjónusta er nauðsynleg. Auk þess er fullt af störfum í uppnámi og mikið af fagmenntuðu fólki sem missir vinnu sína," segir hann og vonast til að farið verður yfir fjárlögin aftur. „Ég vona að stjórnvöld skoði þetta vel og vandlega." Hann segir það afskaplega sérstakt að Heilbrigðisstofnun Vesturlands sleppi betur en aðrar stofnanir. En hún er í kjördæmi Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra. „Hann segir sjálfur að þessar tillögur séu komnar frá Álfheiði Ingadóttur og hennar ráðherratíð. Hann segir einnig að það sé horft til þess að það sé öryggissjúkrahús út frá höfuðborgarsvæðinu. Ég vil benda á að það eru náttúruhamfarir sem geta gerst í örðum landshlutum en akkúrat þarna," segir Jón Björn og bendir á snjóflóð sem hafa fallið þar. „Ég fagna auðvitað því að þau þurfa ekki að skera niður - en ég hefði viljað sjá þetta jafnara." Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
„Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. Fækka þarf sjúkrarúmum á stofnuninni úr 39 í 23 og þarf stofnunin að skera niður um tæplega hálfan milljarð. „Menn eru búnir að fá hvern niðurskurðinn af fætur öðrum og menn skilja alveg að ríkið þurfi að skera niður, en það þarf að horfa í staðsetningar á sjúkrahúsum," segir Jón Björn. Hann segir að niðurskurðinum verði mótmælt. „Við munum mótmæla, við sveitastjórnarmenn hér fyrir austan höfum rætt okkar á milli í morgun. Menn eru samstíga í því öllu," segir Jón Björn er bæjarstjórn mun funda í næstu viku. „Hér er gríðarleg útgerð, fiskvinnsla og iðnaður, þetta eru allt starfsgreinar þar sem sjúkrahúsþjónusta er nauðsynleg. Auk þess er fullt af störfum í uppnámi og mikið af fagmenntuðu fólki sem missir vinnu sína," segir hann og vonast til að farið verður yfir fjárlögin aftur. „Ég vona að stjórnvöld skoði þetta vel og vandlega." Hann segir það afskaplega sérstakt að Heilbrigðisstofnun Vesturlands sleppi betur en aðrar stofnanir. En hún er í kjördæmi Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra. „Hann segir sjálfur að þessar tillögur séu komnar frá Álfheiði Ingadóttur og hennar ráðherratíð. Hann segir einnig að það sé horft til þess að það sé öryggissjúkrahús út frá höfuðborgarsvæðinu. Ég vil benda á að það eru náttúruhamfarir sem geta gerst í örðum landshlutum en akkúrat þarna," segir Jón Björn og bendir á snjóflóð sem hafa fallið þar. „Ég fagna auðvitað því að þau þurfa ekki að skera niður - en ég hefði viljað sjá þetta jafnara."
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira