Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ Boði Logason skrifar 2. október 2010 16:45 Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar Mynd/Ísak Örn „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. Fækka þarf sjúkrarúmum á stofnuninni úr 39 í 23 og þarf stofnunin að skera niður um tæplega hálfan milljarð. „Menn eru búnir að fá hvern niðurskurðinn af fætur öðrum og menn skilja alveg að ríkið þurfi að skera niður, en það þarf að horfa í staðsetningar á sjúkrahúsum," segir Jón Björn. Hann segir að niðurskurðinum verði mótmælt. „Við munum mótmæla, við sveitastjórnarmenn hér fyrir austan höfum rætt okkar á milli í morgun. Menn eru samstíga í því öllu," segir Jón Björn er bæjarstjórn mun funda í næstu viku. „Hér er gríðarleg útgerð, fiskvinnsla og iðnaður, þetta eru allt starfsgreinar þar sem sjúkrahúsþjónusta er nauðsynleg. Auk þess er fullt af störfum í uppnámi og mikið af fagmenntuðu fólki sem missir vinnu sína," segir hann og vonast til að farið verður yfir fjárlögin aftur. „Ég vona að stjórnvöld skoði þetta vel og vandlega." Hann segir það afskaplega sérstakt að Heilbrigðisstofnun Vesturlands sleppi betur en aðrar stofnanir. En hún er í kjördæmi Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra. „Hann segir sjálfur að þessar tillögur séu komnar frá Álfheiði Ingadóttur og hennar ráðherratíð. Hann segir einnig að það sé horft til þess að það sé öryggissjúkrahús út frá höfuðborgarsvæðinu. Ég vil benda á að það eru náttúruhamfarir sem geta gerst í örðum landshlutum en akkúrat þarna," segir Jón Björn og bendir á snjóflóð sem hafa fallið þar. „Ég fagna auðvitað því að þau þurfa ekki að skera niður - en ég hefði viljað sjá þetta jafnara." Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. Fækka þarf sjúkrarúmum á stofnuninni úr 39 í 23 og þarf stofnunin að skera niður um tæplega hálfan milljarð. „Menn eru búnir að fá hvern niðurskurðinn af fætur öðrum og menn skilja alveg að ríkið þurfi að skera niður, en það þarf að horfa í staðsetningar á sjúkrahúsum," segir Jón Björn. Hann segir að niðurskurðinum verði mótmælt. „Við munum mótmæla, við sveitastjórnarmenn hér fyrir austan höfum rætt okkar á milli í morgun. Menn eru samstíga í því öllu," segir Jón Björn er bæjarstjórn mun funda í næstu viku. „Hér er gríðarleg útgerð, fiskvinnsla og iðnaður, þetta eru allt starfsgreinar þar sem sjúkrahúsþjónusta er nauðsynleg. Auk þess er fullt af störfum í uppnámi og mikið af fagmenntuðu fólki sem missir vinnu sína," segir hann og vonast til að farið verður yfir fjárlögin aftur. „Ég vona að stjórnvöld skoði þetta vel og vandlega." Hann segir það afskaplega sérstakt að Heilbrigðisstofnun Vesturlands sleppi betur en aðrar stofnanir. En hún er í kjördæmi Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra. „Hann segir sjálfur að þessar tillögur séu komnar frá Álfheiði Ingadóttur og hennar ráðherratíð. Hann segir einnig að það sé horft til þess að það sé öryggissjúkrahús út frá höfuðborgarsvæðinu. Ég vil benda á að það eru náttúruhamfarir sem geta gerst í örðum landshlutum en akkúrat þarna," segir Jón Björn og bendir á snjóflóð sem hafa fallið þar. „Ég fagna auðvitað því að þau þurfa ekki að skera niður - en ég hefði viljað sjá þetta jafnara."
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira