Lífið

Vill ekki foreldra sína saman

Britney Spears er mjög ósátt við að foreldrar hennar hafi tekið aftur saman, en þau skildu árið 2002. Nordicphotos/Getty
Britney Spears er mjög ósátt við að foreldrar hennar hafi tekið aftur saman, en þau skildu árið 2002. Nordicphotos/Getty
Foreldrar söngkonunnar Britney Spears skildu árið 2002 eftir rúmlega þrjátíu ár saman. Þau tóku nýverið aftur saman og voru fréttirnar engar gleðifréttir fyrir Britney. Hún telur að þetta séu samantekin ráð foreldra hennar til að komast yfir peninga hennar.

Eftir að Britney fékk taugaáfall árið 2008 hefur faðir hennar séð um fjármál og önnur persónuleg mál söngkonunnar. „Britney finnst hún svikin. Hún leitaði mikið til móður sinnar þegar hún átti í erfiðleikum með að sætta sig við stjórnsemi föðursins. Lynne ráðlagði Britney í einu öllu og gaf henni von um að hún fengi brátt sjálfræði sitt aftur. Nú telur Britney að móðir sín hafi farið á bak við sig og sagt föður hennar allt sem hún treysti Lynne fyrir,“ var haft eftir heimildarmanni.

Spears telur að þetta hafi verið samantekin ráð foreldra hennar til að gera hana meðfærilegri og til að auka tekjur sínar. Jamie Spears, faðir Britney, fær 1,8 milljónir á mánuði fyrir starf sitt sem forráðamaður söngkonunnar. „Ef Britney fær sjálfræði sitt aftur hættir Jamie að fá þessi laun og þyrfti að finna sér aðra vinnu. Hún er mjög ósátt við að foreldrar hennar hafi tekið aftur saman.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.