Borgari elti bílþjóf og hélt honum föngnum 22. maí 2010 05:30 Bílþjófur í höndum Lögreglunnar Eftir tveggja vikna bíltúr á stolnum bíl var þjófurinn króaður af og lögreglan kom á vettvang og hafði piltinn á brott með sér á öruggan stað að vera á. „Nei, ég var ekkert hræddur. Þessir strákar eru í mesta lagi fimmtíu kíló með skólatösku,“ segir Andri Þór Sigurjónsson, þrítugur tölvumaður, sem í gær handsamaði bílþjóf eftir eftirför frá Smáralind upp í Grafarholt. Þjófurinn var ásamt pilti og stúlku á jepplingi sem stolið var á föstudaginn fyrir hálfum mánuði af bílastæði Brimborgar á Ártúnshöfða. Þar var bíllinn til sölu en eigendur hans eru foreldrar vinar Andra, Helga Freys Sveinssonar. „Það sést af upptökum úr eftirlitsmyndavél að ungur piltur skýst inn í Brimborg klukkan átta um morguninn og kemur út með lykil að bílnum sem hann brunar síðan í burtu á,“ segir Helgi. Að sögn Helga lét lögreglan foreldra hans vita að stolið hefði verið bensíni á bílinn bæði hjá Olís og N1 og að þjófurinn hefði verið myndaður við þá iðju. Síðan hafi þjófurinn tvisvar sett stolin bílnúmer á jepplinginn. „Á þriðjudaginn mætti mamma bílnum þegar hún var að koma ofan úr Grafarholti. Við hringdum strax á lögregluna en þar sögðust menn því miður ekki geta sinnt málinu,“ segir Helgi. Laust eftir hádegi í gær var Andri Þór á ferð í nágrenni við Smáralind þegar hann kom auga á jeppling eins og þann sem stolið var frá foreldrum vinar hans. Hann taldi víst að þar væri stolni bíllinn því ökumaðurinn passaði við lýsingu sem hann hafði heyrt. „Ég elti hann bara. Fyrst að Kringlunni og endaði síðan uppi í Grafarholti. Ég held að hann hafi verið búinn að taka eftir því að ég var að elta því hann keyrði eins og fáviti,“ lýsir Andri eftirförinni sem endaði við fjölbýlishús við Prestastíg. Andri segist hafa lagt bíl sínum fyrir aftan bílinn sem þjófurinn ók þannig að ekki var unnt að aka honum burt. Pilturinn og stúlkan hafi stigið þar út úr bílnum en hann hafi ekki hleypt ökumanninum burt. „Ég hoppaði út og drap á bílnum hjá stráknum og ýtti honum aftur inn og lokaði hurðinni. Hann sagðist vera með bílinn í láni hjá „Jónasi“ en ég sagði að hann gæti reynt að ljúga því að löggunni og að hann ætti bara að bíða inni í bíl þar til hún kæmi.“ Helgi segir að laugardaginn eftir að bíl foreldra hans var stolið hafi átt að ganga frá sölu á honum. Þótt sú sala hafi farið út um þúfur sé bíllinn enn til sölu. „Það sér ekkert á honum þótt það sé ljóst að þjófurinn hafi keyrt hann mjög mikið og jafnvel sofið í honum að því er virðist,“ segir Helgi Freyr Sveinsson. gar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
„Nei, ég var ekkert hræddur. Þessir strákar eru í mesta lagi fimmtíu kíló með skólatösku,“ segir Andri Þór Sigurjónsson, þrítugur tölvumaður, sem í gær handsamaði bílþjóf eftir eftirför frá Smáralind upp í Grafarholt. Þjófurinn var ásamt pilti og stúlku á jepplingi sem stolið var á föstudaginn fyrir hálfum mánuði af bílastæði Brimborgar á Ártúnshöfða. Þar var bíllinn til sölu en eigendur hans eru foreldrar vinar Andra, Helga Freys Sveinssonar. „Það sést af upptökum úr eftirlitsmyndavél að ungur piltur skýst inn í Brimborg klukkan átta um morguninn og kemur út með lykil að bílnum sem hann brunar síðan í burtu á,“ segir Helgi. Að sögn Helga lét lögreglan foreldra hans vita að stolið hefði verið bensíni á bílinn bæði hjá Olís og N1 og að þjófurinn hefði verið myndaður við þá iðju. Síðan hafi þjófurinn tvisvar sett stolin bílnúmer á jepplinginn. „Á þriðjudaginn mætti mamma bílnum þegar hún var að koma ofan úr Grafarholti. Við hringdum strax á lögregluna en þar sögðust menn því miður ekki geta sinnt málinu,“ segir Helgi. Laust eftir hádegi í gær var Andri Þór á ferð í nágrenni við Smáralind þegar hann kom auga á jeppling eins og þann sem stolið var frá foreldrum vinar hans. Hann taldi víst að þar væri stolni bíllinn því ökumaðurinn passaði við lýsingu sem hann hafði heyrt. „Ég elti hann bara. Fyrst að Kringlunni og endaði síðan uppi í Grafarholti. Ég held að hann hafi verið búinn að taka eftir því að ég var að elta því hann keyrði eins og fáviti,“ lýsir Andri eftirförinni sem endaði við fjölbýlishús við Prestastíg. Andri segist hafa lagt bíl sínum fyrir aftan bílinn sem þjófurinn ók þannig að ekki var unnt að aka honum burt. Pilturinn og stúlkan hafi stigið þar út úr bílnum en hann hafi ekki hleypt ökumanninum burt. „Ég hoppaði út og drap á bílnum hjá stráknum og ýtti honum aftur inn og lokaði hurðinni. Hann sagðist vera með bílinn í láni hjá „Jónasi“ en ég sagði að hann gæti reynt að ljúga því að löggunni og að hann ætti bara að bíða inni í bíl þar til hún kæmi.“ Helgi segir að laugardaginn eftir að bíl foreldra hans var stolið hafi átt að ganga frá sölu á honum. Þótt sú sala hafi farið út um þúfur sé bíllinn enn til sölu. „Það sér ekkert á honum þótt það sé ljóst að þjófurinn hafi keyrt hann mjög mikið og jafnvel sofið í honum að því er virðist,“ segir Helgi Freyr Sveinsson. gar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent