Tölvupósturinn barst bandarískum blaðamanni fyrir mistök og sendi blaðamaðurinn póstinn í kjölfarið til Reykjavík Grapevine sem birtir svo póstinn á heimasíðu sinni í dag. Pósturinn er frá aðstoðarmanni menntamálaráðherra og virðist ætlaður aðstoðarmanni Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.

„Doddi vill ólmur fá að skúbba einhverju fyrir fundinn og sé ég ákveðið tækifæri í því að láta það eftir honum," segir Elías.
Ástæðan fyrir því að Elías telur það jákvætt að senda þessum tiltekna blaðmanni upplýsingar á undan öðrum er: „Þannig getum við sett fókusinn á eitthvað eitt atriði sem við viljum að fjölmiðlar séu fókuseraðir á þegar þeir mæta á fundinn."
Því næst kemur tillaga að texta til að senda umræddum blaðamanni.
Tölvupóstinn má lesa í heild sinni á heimasíðu Grapevine blaðsins.