Innlent

Eygló Harðardóttir: Niðurstaðan áfall fyrir Ingibjörg Sólrúnu

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Eygló Harðardóttir sat í Atlanefndinni svokölluðu.
Eygló Harðardóttir sat í Atlanefndinni svokölluðu.
Bréf þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis var skýrt, segir þingmaður Framsóknarflokks sem á sæti í nefndinni. Viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar séu skiljanleg þar sem niðurstaða nefndarinnar hljóti að vera henni áfall.

Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagði í Kastljósi á föstudag að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefði misskilið ósk nefndarinnar um að koma athugasemdum á framfæri við nefndina. Ljóst hefði verið að beðið hefði verið um viðbrögð við ráðherraábyrgð.

Ingibjörg Sólrún sagði á facebook síðu sinni í gær að það væri aftur á móti Atli sem væri að misskilja stöðuna. Hún hafi aðeins verið beðin um að bregðast við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis en þar hafi niðurstaðan í hennar máli verið sú að hún hefði ekki brotið gegn lögum um ráðherraábyrgð.

Eygló Harðardóttir, þingmaður sem á sæti í nefndinni, segir það hafa komið skýrt fram í bréfi nefndarinnar að hún væri ekki bundin af niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar.

Þá segir Ingibjörg Sólrún að sú spurning hljóti að vakna hvort einbeittur ákæruvilji Atla og fleiri sé ekki byggður á þeim misskilningi að betra sé að veifa röngu tré en öngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×