Jökull Elísabetarson: Við ætlum að vinna þetta mót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. ágúst 2010 10:00 Jökull Elísabetarson. Mynd/Valli Jökull Elísabetarson er leikmaður 14. umferðar Pepsi-deildar karla. Hann átti stórleik þegar Breiðablik vann 5-0 sigur á Val á miðvikudagskvöldið og kom sér þar með aftur á toppinn. Blikar mæta FH á morgun. Jökull Elísabetarson er leikmaður 14. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann er einn af fáum leikmönnum sem hefur fengið níu í einkunn hjá Fréttablaðinu í sumar en að þessu sinni fengu tveir Blikar níur fyrir frammistöðuna í 5-0 sigrinum á Val á miðvikudaginn. Auk Jökuls var það Alfreð Finnbogason sem skoraði tvívegis í leiknum og lagði upp tvö önnur mörk. „Þetta var helvíti öflugt hjá okkur, sérstaklega þar sem við fórum illa að ráði okkar gegn Fram í síðasta leik á undan," sagði Jökull en þá unnu Framarar 2-0 sigur. „Við vissum að það myndi koma að tapinu og að það væri allt í lagi. Það var bara gott að við náðum að rífa okkur strax upp og þá sérstaklega í síðari hálfleik sem var mjög góður hjá okkur." Jökull hefur, eins og svo margir í Breiðabliki, átt frábært tímabil en hann er á sínu fyrsta ári í Kópavoginum og segist finna sig vel þar. „Ég er mjög ánægður með tímabilið hjá mér enda að spila með virkilega góðum leikmönnum sem gerir þetta auðveldara fyrir mig. Það eru allir að tala um Kristin Steindórsson, Guðmund Pétursson og Alfreð Finnbogason en svo má ekki gleyma Finni Orra á miðjunni. Það er ekki jafn mikið talað um hann en það eru forréttindi að fá að spila með leikmanni eins og honum og hann á jafn stóran þátt í þessu eins og allir aðrir." Jökull er uppalinn í KR en kom til Breiðabliks frá Víkingi eftir síðasta tímabil. Hann sótti þar að auki nám í Bandaríkjunum á sínum tíma sem gerði það að verkum að hann missti ávallt af stórum hluta tímabilsins. „Þegar ég ákvað að fara út í skólann vissi ég að ég myndi ekki fá margar mínútur með KR. Þess vegna ákvað ég að fara þaðan. Ég vildi líka fá að spila á miðjunni og ég vissi að ég fengi að gera það með skólaliðinu. Það var líka með því sjónarmiði að ég ákvað að skipta yfir í Víking," sagði Jökull, en hann var í Fossvoginum frá 2006 til 2007 og svo aftur í fyrra. „Mér fannst ganga ágætlega fyrstu tvö árin í Víkingi og ég vildi koma aftur til þeirra og reyna að hjálpa liðinu að komast aftur upp í efstu deild. En tímabilið í fyrra var hrein hörmung í flesta staði og ég var mjög ánægður með skiptin yfir í Breiðablik. Ég hefði ekki fundið betra lið fyrir mig." Fram undan er leikur gegn FH á morgun og Jökull er sigurviss. „Það er langskemmtilegast að spila við betri liðin í deildinni. Við tókum þá í gegn í fyrri umferðinni en nú er komin allt önnur mynd á liðið. Þetta verður skemmtilegur leikur en ég held að við tökum hann. Við eigum svo ÍBV í næsta leik á eftir en ég hef ekki áhyggjur af strákunum. Þeir hafa sýnt mikinn stöðugleika og spilað vel undir pressu. Við ætlum bara að vinna þetta mót."Lið 14. umferðar (3-4-3)Markvörður: Ingvar Kale, BreiðablikiVarnarmenn: Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki Freyr Bjarnason, FH Agnar Bragi Magnússon, SelfossiMiðvallarleikmenn: Bjarni Guðjónsson, KR Gunnar Már Guðmundsson, FH Jökull Elísabetarson, Breiðabliki Ólafur Páll Snorrason, FHSóknarmenn: Alfreð Finnbogason, Breiðabliki Gilles Mbang Ondo, Grindavík Guðmundur Steinarsson, Keflavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Jökull Elísabetarson er leikmaður 14. umferðar Pepsi-deildar karla. Hann átti stórleik þegar Breiðablik vann 5-0 sigur á Val á miðvikudagskvöldið og kom sér þar með aftur á toppinn. Blikar mæta FH á morgun. Jökull Elísabetarson er leikmaður 14. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann er einn af fáum leikmönnum sem hefur fengið níu í einkunn hjá Fréttablaðinu í sumar en að þessu sinni fengu tveir Blikar níur fyrir frammistöðuna í 5-0 sigrinum á Val á miðvikudaginn. Auk Jökuls var það Alfreð Finnbogason sem skoraði tvívegis í leiknum og lagði upp tvö önnur mörk. „Þetta var helvíti öflugt hjá okkur, sérstaklega þar sem við fórum illa að ráði okkar gegn Fram í síðasta leik á undan," sagði Jökull en þá unnu Framarar 2-0 sigur. „Við vissum að það myndi koma að tapinu og að það væri allt í lagi. Það var bara gott að við náðum að rífa okkur strax upp og þá sérstaklega í síðari hálfleik sem var mjög góður hjá okkur." Jökull hefur, eins og svo margir í Breiðabliki, átt frábært tímabil en hann er á sínu fyrsta ári í Kópavoginum og segist finna sig vel þar. „Ég er mjög ánægður með tímabilið hjá mér enda að spila með virkilega góðum leikmönnum sem gerir þetta auðveldara fyrir mig. Það eru allir að tala um Kristin Steindórsson, Guðmund Pétursson og Alfreð Finnbogason en svo má ekki gleyma Finni Orra á miðjunni. Það er ekki jafn mikið talað um hann en það eru forréttindi að fá að spila með leikmanni eins og honum og hann á jafn stóran þátt í þessu eins og allir aðrir." Jökull er uppalinn í KR en kom til Breiðabliks frá Víkingi eftir síðasta tímabil. Hann sótti þar að auki nám í Bandaríkjunum á sínum tíma sem gerði það að verkum að hann missti ávallt af stórum hluta tímabilsins. „Þegar ég ákvað að fara út í skólann vissi ég að ég myndi ekki fá margar mínútur með KR. Þess vegna ákvað ég að fara þaðan. Ég vildi líka fá að spila á miðjunni og ég vissi að ég fengi að gera það með skólaliðinu. Það var líka með því sjónarmiði að ég ákvað að skipta yfir í Víking," sagði Jökull, en hann var í Fossvoginum frá 2006 til 2007 og svo aftur í fyrra. „Mér fannst ganga ágætlega fyrstu tvö árin í Víkingi og ég vildi koma aftur til þeirra og reyna að hjálpa liðinu að komast aftur upp í efstu deild. En tímabilið í fyrra var hrein hörmung í flesta staði og ég var mjög ánægður með skiptin yfir í Breiðablik. Ég hefði ekki fundið betra lið fyrir mig." Fram undan er leikur gegn FH á morgun og Jökull er sigurviss. „Það er langskemmtilegast að spila við betri liðin í deildinni. Við tókum þá í gegn í fyrri umferðinni en nú er komin allt önnur mynd á liðið. Þetta verður skemmtilegur leikur en ég held að við tökum hann. Við eigum svo ÍBV í næsta leik á eftir en ég hef ekki áhyggjur af strákunum. Þeir hafa sýnt mikinn stöðugleika og spilað vel undir pressu. Við ætlum bara að vinna þetta mót."Lið 14. umferðar (3-4-3)Markvörður: Ingvar Kale, BreiðablikiVarnarmenn: Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki Freyr Bjarnason, FH Agnar Bragi Magnússon, SelfossiMiðvallarleikmenn: Bjarni Guðjónsson, KR Gunnar Már Guðmundsson, FH Jökull Elísabetarson, Breiðabliki Ólafur Páll Snorrason, FHSóknarmenn: Alfreð Finnbogason, Breiðabliki Gilles Mbang Ondo, Grindavík Guðmundur Steinarsson, Keflavík
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira