Haukar lýsa yfir stuðningi við Andra Marteinsson Elvar Geir Magnússon skrifar 7. ágúst 2010 13:36 Andri Marteinsson. Haukar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um þjálfaramál félagsins og stöðu liðsins í deildinni. Hér að neðan má lesa þessa yfirlýsingu: Í tilefni að umræðu í fjölmiðlum um stöðu Hauka í Pepsideild karla og um þjálfaramál félagsins vill félagið koma eftirfarandi á framfæri: Á undanförnum árum hefur mikil áhersla verið lögð á uppeldisstarf í félaginu og hefur mikill metnaður verið lagður í að gera barna og unglingastarf félagsins sem best úr garði. Markmiðið er að byggja upp innan frá og stuðla að því að Haukar eigi framtíðarlið í úrvalsdeild karla og kvenna. Þetta faglega starf er að skila miklum árangri sem sést að 4 leikmenn U17 ára landsliðs Íslands eru frá Haukum. Félagið hefur á að skipa frábæru þjálfarateymi og starfsmönnum og markmið félagsins eru ekki skammtíma árangur heldur uppbygging til framtíðar þar sem hagur leikmanna er í heiðri hafður. Félagið horfir fram á bjarta knattspyrnuframtíð og efniviður félagsins og aðbúnaður er einn hinn besti á landinu.Þjálfari meistaraflokks félagsins er hluti af þessu teymi. Undir stjórn Andra Marteinssonar hefur félagið farið upp um tvær deildir á mjög skömmum tíma þar sem byggt hefur verið fyrst og fremst á uppöldum Haukamönnum. Þegar liðið náði þeim frábæra árangri á síðasta ári að tryggja sér sæti meðal hinna bestu var strax lögð á það mikil áhersla að þeir leikmenn sem hart hafa lagt á sig fengju tækifæri til að spreyta sig meðal hinna bestu. Liðið var styrkt með reynslumeiri leikmönnum sem gætu miðlað af þekkingu sinni til yngri kynslóðarinnar. Árangur liðsins hingað til hefur ekki uppfyllt væntingar stuðningsmanna né stjórnarmanna enda markmið allra sem standa að liðinu að liðið muni áfram vera á meðal hinna bestu keppnistímabilið 2011.Stjórn knattspyrnudeildar, rekstrarfélags Hauka og allir leikmenn liðsins hafa fundað um stöðu liðsins og þjálfaramál félagsins. Allir hlutaðeigandi aðilar lýsa yfir fullum stuðningi við þjálfara liðsins og alla þá starfsmenn sem koma að liðinu. Saman erum við sannfærð um að félagið muni tryggja framtíðarsæti í úrvalsdeild undir stjórn Andra Marteinssonar, Arnars Gunnlaugssonar og þeirra teymis. Félagið er á réttri braut og áframhaldandi uppbygging innan félagsins mun gera Hauka að toppliði meðal hinna bestu innan fárra ára.Við skorum á allt Haukafólk að þjappa sér að baki félaginu og styðja við bakið á liðinu á endasprettinum. Öll höfum við okkar skoðanir á hvað er rétt og rangt og hverjir eiga að vera í liðinu og hverjir ekki, en sama hver stjórnar þá munum við alltaf vita betur. Stöndum saman og verum stolt af því að vera HAUKARI.Stjórn Knattspyrnudeildar HaukaRekstrarfélag HaukaLeikmenn Meistaraflokks Hauka Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Haukar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um þjálfaramál félagsins og stöðu liðsins í deildinni. Hér að neðan má lesa þessa yfirlýsingu: Í tilefni að umræðu í fjölmiðlum um stöðu Hauka í Pepsideild karla og um þjálfaramál félagsins vill félagið koma eftirfarandi á framfæri: Á undanförnum árum hefur mikil áhersla verið lögð á uppeldisstarf í félaginu og hefur mikill metnaður verið lagður í að gera barna og unglingastarf félagsins sem best úr garði. Markmiðið er að byggja upp innan frá og stuðla að því að Haukar eigi framtíðarlið í úrvalsdeild karla og kvenna. Þetta faglega starf er að skila miklum árangri sem sést að 4 leikmenn U17 ára landsliðs Íslands eru frá Haukum. Félagið hefur á að skipa frábæru þjálfarateymi og starfsmönnum og markmið félagsins eru ekki skammtíma árangur heldur uppbygging til framtíðar þar sem hagur leikmanna er í heiðri hafður. Félagið horfir fram á bjarta knattspyrnuframtíð og efniviður félagsins og aðbúnaður er einn hinn besti á landinu.Þjálfari meistaraflokks félagsins er hluti af þessu teymi. Undir stjórn Andra Marteinssonar hefur félagið farið upp um tvær deildir á mjög skömmum tíma þar sem byggt hefur verið fyrst og fremst á uppöldum Haukamönnum. Þegar liðið náði þeim frábæra árangri á síðasta ári að tryggja sér sæti meðal hinna bestu var strax lögð á það mikil áhersla að þeir leikmenn sem hart hafa lagt á sig fengju tækifæri til að spreyta sig meðal hinna bestu. Liðið var styrkt með reynslumeiri leikmönnum sem gætu miðlað af þekkingu sinni til yngri kynslóðarinnar. Árangur liðsins hingað til hefur ekki uppfyllt væntingar stuðningsmanna né stjórnarmanna enda markmið allra sem standa að liðinu að liðið muni áfram vera á meðal hinna bestu keppnistímabilið 2011.Stjórn knattspyrnudeildar, rekstrarfélags Hauka og allir leikmenn liðsins hafa fundað um stöðu liðsins og þjálfaramál félagsins. Allir hlutaðeigandi aðilar lýsa yfir fullum stuðningi við þjálfara liðsins og alla þá starfsmenn sem koma að liðinu. Saman erum við sannfærð um að félagið muni tryggja framtíðarsæti í úrvalsdeild undir stjórn Andra Marteinssonar, Arnars Gunnlaugssonar og þeirra teymis. Félagið er á réttri braut og áframhaldandi uppbygging innan félagsins mun gera Hauka að toppliði meðal hinna bestu innan fárra ára.Við skorum á allt Haukafólk að þjappa sér að baki félaginu og styðja við bakið á liðinu á endasprettinum. Öll höfum við okkar skoðanir á hvað er rétt og rangt og hverjir eiga að vera í liðinu og hverjir ekki, en sama hver stjórnar þá munum við alltaf vita betur. Stöndum saman og verum stolt af því að vera HAUKARI.Stjórn Knattspyrnudeildar HaukaRekstrarfélag HaukaLeikmenn Meistaraflokks Hauka
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira