Ítrekað ekið á bifreið skaupsskrifara 22. desember 2010 06:00 Halldór Högurður sýnir lesendum þriðja tjónið sem ökuníðingar hafa unnið á bíl hans síðustu sex vikur.Fréttablaðið/GVA „Það er spurning um að fara að nota leigubíla,“ segir Halldór Högurður, einn af handritshöfundum áramótaskaupsins í ár – og í fyrra. Þrisvar sinnum hefur verið keyrt utan í bíl Halldórs á aðeins sex vikna tímabili. Allir ökumennirnir hafa stungið af og kostnaðurinn hefur því fallið á Halldór. Hann gat hlegið að óhöppunum í fyrstu, en segir að brandarinn sé orðinn þreyttur í dag. „Áður en ég hélt út í vetrarfrí var búið að keyra tvisvar utan í bílinn á stæðum niðri í miðbæ á innan við tveimur vikum,“ rifjar Halldór upp. „Svo fer ég út í tvær vikur og læt rétta bílinn á minn kostnað. Ég nota tækifærið fyrst ég var að fara í frí og læt sprauta hann í Keflavík. Hann kemur assgoti góður frá þeim, eins og nýr.“ Halldór fór svo niður í miðbæ á nýsprautuðum bílnum í vikunni, stoppaði í tvær klukkustundir og kom að klesstum bílnum í þriðja skipti á sex vikum. „Það var ekið nokkuð hressilega aftan á hann – einhver sem var að fara úr stæði,“ segir Halldór og vandar ökuníðingnum ekki kveðjurnar. „Það er eitthvert gimp heima hjá sér að fárast yfir öllu vonda fólkinu í bönkum og ríkisstjórn sem tekur ekki ábyrgð og stingur svo af frá svona.“ Halldór segir kostnaðinn við fyrstu viðgerðina hafa numið 100 þúsund krónum. Í þetta skipti er verðmiðinn 50 þúsund krónur og hann hyggst fá kostnaðinn tífaldan til baka. „Þetta er jólaleikurinn í ár. Ég ætla að finna hann á undan lögreglunni og rukka hann um margfaldan kostnað, berja út úr viðkomandi hálfa milljón allavega,“ segir Halldór. „Það vill svo til að þessi snillingur gerir þetta við Landsbankann þar sem eru tvær myndavélar sem á eftir að skoða. Svo er lögreglumyndavél neðar í götunni – ég er að bíða eftir því að lögreglan setjist niður og finni þennan bláa bíl.“ Halldór býst við að Lee C. Buchheit sem fór fyrir íslensku Icesave-samninganefndinni, sé upptekinn og treystir „því að Jón stóri eða álíka sannfærandi samningamaður hjálpi mér að semja við viðkomandi um tífalda greiðslu fyrir ónæði mitt af þessu,“ segir hann. „Mér finnst eðlilegt að verðleggja þetta sjálfur. Ef þetta á að að vera svona þjóðfélag; maður gerir það sem manni dettur í hug, þá tek ég þátt í því.“ Halldór segir að það yrði stórmannlegt af viðkomandi að gefa sig hreinlega fram. Hann hvetur þá sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu að senda sér póst á netfangið mafia@mafia.is.atlifannar@frettabladid.is Áramótaskaupið Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira
„Það er spurning um að fara að nota leigubíla,“ segir Halldór Högurður, einn af handritshöfundum áramótaskaupsins í ár – og í fyrra. Þrisvar sinnum hefur verið keyrt utan í bíl Halldórs á aðeins sex vikna tímabili. Allir ökumennirnir hafa stungið af og kostnaðurinn hefur því fallið á Halldór. Hann gat hlegið að óhöppunum í fyrstu, en segir að brandarinn sé orðinn þreyttur í dag. „Áður en ég hélt út í vetrarfrí var búið að keyra tvisvar utan í bílinn á stæðum niðri í miðbæ á innan við tveimur vikum,“ rifjar Halldór upp. „Svo fer ég út í tvær vikur og læt rétta bílinn á minn kostnað. Ég nota tækifærið fyrst ég var að fara í frí og læt sprauta hann í Keflavík. Hann kemur assgoti góður frá þeim, eins og nýr.“ Halldór fór svo niður í miðbæ á nýsprautuðum bílnum í vikunni, stoppaði í tvær klukkustundir og kom að klesstum bílnum í þriðja skipti á sex vikum. „Það var ekið nokkuð hressilega aftan á hann – einhver sem var að fara úr stæði,“ segir Halldór og vandar ökuníðingnum ekki kveðjurnar. „Það er eitthvert gimp heima hjá sér að fárast yfir öllu vonda fólkinu í bönkum og ríkisstjórn sem tekur ekki ábyrgð og stingur svo af frá svona.“ Halldór segir kostnaðinn við fyrstu viðgerðina hafa numið 100 þúsund krónum. Í þetta skipti er verðmiðinn 50 þúsund krónur og hann hyggst fá kostnaðinn tífaldan til baka. „Þetta er jólaleikurinn í ár. Ég ætla að finna hann á undan lögreglunni og rukka hann um margfaldan kostnað, berja út úr viðkomandi hálfa milljón allavega,“ segir Halldór. „Það vill svo til að þessi snillingur gerir þetta við Landsbankann þar sem eru tvær myndavélar sem á eftir að skoða. Svo er lögreglumyndavél neðar í götunni – ég er að bíða eftir því að lögreglan setjist niður og finni þennan bláa bíl.“ Halldór býst við að Lee C. Buchheit sem fór fyrir íslensku Icesave-samninganefndinni, sé upptekinn og treystir „því að Jón stóri eða álíka sannfærandi samningamaður hjálpi mér að semja við viðkomandi um tífalda greiðslu fyrir ónæði mitt af þessu,“ segir hann. „Mér finnst eðlilegt að verðleggja þetta sjálfur. Ef þetta á að að vera svona þjóðfélag; maður gerir það sem manni dettur í hug, þá tek ég þátt í því.“ Halldór segir að það yrði stórmannlegt af viðkomandi að gefa sig hreinlega fram. Hann hvetur þá sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu að senda sér póst á netfangið mafia@mafia.is.atlifannar@frettabladid.is
Áramótaskaupið Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira